Föstudagur 05.mars 2021
433Sport

Ummæli af krísufundi Mourinho og Bale leka út

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 09:32

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho stjóri Tottenham er að missa alla þolinmæði á Gareth Bale kantmanni félagsins og héldu þeir krísufund á dögunum. Það sem verra er fyrir Tottenham er að ummæli af fundi þeirra hafa lekið út.

Bale er á láni hjá Tottenham frá Real Madrid, þrátt fyrir að Tottenham borgi aðeins helming launa Bale þá er hann launahæsti leikmaður félagsins. Bale þénar 650 þúsund pund á viku hjá Real Madrid en Tottenham borgar helming þeirra, 325 þúsund pund á viku. Kantmaðurinn hefur ekki sýnt neitt í endurkomu sinni í enska boltann.

Bale hefur heldur ekki fengið mörg tækifæri en hann var ónotaður varamaður gegn Sheffield United í gær. Fyrir leikinn höfðu Mourinho og Bale fundað.

Efni ef þeim fundi lak á netið eftir að Spurs TV birti myndband af æfingu liðsins. Þar er Mourinho að ræða við aðstoðarmenn sína um fundinn.

„Viltu vera hérna áfram eða fara til Real Madrid og ekki spila neinn fótbolta?,“ sagði Mourinho að hann hefði sagt við Bale á fundi þeirra.

Bale er á láni hjá Tottenham fram á næsta sumar en litlar sem engar líkur eru taldar á því að félagið festi kaup á honum. Samningur Bale við Real Madrid er til sumarsins 2022.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Telja að Solskjær sé klár í að selja þessa fjóra í sumar

Telja að Solskjær sé klár í að selja þessa fjóra í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óttast að Gerrard fari og taki við Liverpool

Óttast að Gerrard fari og taki við Liverpool
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Jafntefli í Íslendingaslag

Meistaradeild Evrópu: Jafntefli í Íslendingaslag
433Sport
Í gær

Buffon gæti lagt hanskana á hilluna í sumar

Buffon gæti lagt hanskana á hilluna í sumar
433Sport
Í gær

Ætlaði að styðja við baráttu samkynhneigðra en hætti snögglega við

Ætlaði að styðja við baráttu samkynhneigðra en hætti snögglega við
433Sport
Í gær

Gátu ekki borgað Manchester United – Þurfa að finna peninga eða láta Solskjær fá leikmann

Gátu ekki borgað Manchester United – Þurfa að finna peninga eða láta Solskjær fá leikmann