Mesut Özil mun á allra næstu dögum ganga frá samningi sínum við Fenerbache í Tyrklandi, Özil hefur náð samkomulagi við Arsenal um starfslok.
Özil hefur ekki spilað fótbolta í um tíu mánuði en hann kom síðast við sögu í leik Arsenal í mars á síðasta ári.
Özil þénaði 350 þúsund pund á viku hjá Arsenal og var launahæsti leikmaður félagisns, með félagaskiptum Özil til Fenerbache er draumur hans að rætast.
Özil sem er 32 ára gamall en hann hefur sterk tengsl til Tyrklands þrátt fyrir að hafa leikið fyrir Þýskaland. Stór hluti af fjölskyldu Özil frá Tyrklandi. Fenerbache er félagið sem móðir hans elskar. Hann gaf henni loforð fyrir nokkrum árum og virðist ætla að standa við það.
„Þegar samningur minn við Arsenal er á enda, þá spila ég fyrir Fenerbache. Ég lofa þér því,“ á Özil að hafa sagt við móður sína árið 2018.
Özil ólst upp sem stuðningsmaður Fenerbache eins og sjá má á myndinni sem hann birti í dag.