Þriðjudagur 02.mars 2021
433Sport

Beckham ræður fyrrverandi liðsfélaga til Inter Miami – „Hann er leiðtogi“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 17:50

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Phil Neville, er nýr knattspyrnustjóri bandaríska MLS liðsins Inter Miami. Síðasta starf Neville var sem landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins.

Samningur Neville við enska knattspyrnusambandið átti að renna út í júlí næstkomandi en Neville mun taka við Inter Miami nú þegar.

Inter Miami er í eigu David Beckham, fyrrverandi leikmanns Manchester United og Real Madrid en Beckham og Neville spiluðu á sínum tíma saman hjá Manchester United.

Inter Miami var stofnað árið 2018 og Neville verður annar knattspyrnustjórinn til þess að stýra liðinu.

„Þetta er ungur klúbbur með mikla möguleika. Ég er staðráðinn í því að takast á við verkefnin framundan með leikmönnunum og öllum sem starfa hjá félaginu,“ sagði Neville eftir að hafa skrifað undir samning hjá Inter Miami.

Neville tekur við Inter Miami af Úrúgvæanum Diego Alonso.

„Allir þeir sem hafa spilað eða starfað með Phil vita að hann er leiðtogi og ég trúi því að nú sé rétti tíminn fyrir hann að ganga til liðs við okkur,“ sagði David Beckham, eigandi Inter Miami.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beckham tjáði sig um mögulega komu Messi eða Ronaldo til Inter Miami

Beckham tjáði sig um mögulega komu Messi eða Ronaldo til Inter Miami
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áhugaverð leikaðferð Traore – Makar á sig barnaolíu

Áhugaverð leikaðferð Traore – Makar á sig barnaolíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hafa verulegur áhyggjur af Martial – „Hann virðist ekki elska leikinn“

Hafa verulegur áhyggjur af Martial – „Hann virðist ekki elska leikinn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Milljóna tilboð frá Akureyri kom til Breiðabliks

Milljóna tilboð frá Akureyri kom til Breiðabliks
433Sport
Í gær

Liverpool komnir aftur á sigurbraut

Liverpool komnir aftur á sigurbraut
433Sport
Í gær

Stórmeistarajafntefli Chelsea og Manchester United

Stórmeistarajafntefli Chelsea og Manchester United