Mánudagur 08.mars 2021
433Sport

Staðan á liðunum fyrir toppslag morgundagsins – Óvissa með þátttöku Martial

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 17:20

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tekur á móti Manchester United í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Leikið verður á Anfield og hefst leikurinn klukkan 16:30.

Manchester United er fyrir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 36 stig. Liverpool situr í 2. sæti með 33 stig. Leikurinn er því mikilvægur fyrir bæði lið.

Liverpool fer inn í leikinn með meiðslavandræði sem eru að hrjá öftustu línu liðsins. Virgil Van Dijk og Joe Gomez, eru báðir frá vegna meiðsla og þá er Joel Matip í kapphlaupi við tímann til þess að ná leiknum.

Bakvörðurinn Kostantinos Tsimikas og Diogo Jota eru þá einnig frá vegna meiðsla sem þeir hlutu í desember. Þá er óvíst með þátttöku miðjumannsins Naby Keita, leikmaðurinn spilaði seinast í 7-0 sigri gegn Crystal Palaca þann 19. desember.

Hjá Manchester United er óvissa með þátttöku Nemanja Matic og Anthony Martial, en báðir hlutu högg í síðasta leik gegn Burnley. Matic náði að ljúka leik þrátt fyrir óþægindi en Anthony Martial þurfti að fara af velli og hélt utan um lærið er hann fór af velli.

„Martial á enn möguleika á því að geta spilað,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi.

Óvissa er um það hvort Victor Lindelöf geti tekið þátt en hann glímir við óþægindi í baki. Þá eru engar líkur á því að Phil Jones taki þátt og Facundo Pellestri greindist með Covid-19 á dögunum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert byrjaði er AZ Alkmaar tapaði fyrir Vitesse

Albert byrjaði er AZ Alkmaar tapaði fyrir Vitesse
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jafntefli niðurstaðan í Madrídarslagnum

Jafntefli niðurstaðan í Madrídarslagnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Baráttan um Manchesterborg: Byrjunarliðin klár – Henderson í marki United

Baráttan um Manchesterborg: Byrjunarliðin klár – Henderson í marki United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Liverpool að selja Salah vilji hann fara

Segir Liverpool að selja Salah vilji hann fara
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Rangers létu fljúga borða yfir leik Celtic – Hársbreidd frá því að vinna titilinn

Stuðningsmenn Rangers létu fljúga borða yfir leik Celtic – Hársbreidd frá því að vinna titilinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lengjubikarinn: Selfoss hafði betur gegn Vestra

Lengjubikarinn: Selfoss hafði betur gegn Vestra
433Sport
Í gær

Stórstjarna fær á baukinn eftir að eiginkona hans ræddi þetta opinberlega

Stórstjarna fær á baukinn eftir að eiginkona hans ræddi þetta opinberlega
433Sport
Í gær

Leicester stal sigrinum gegn Brighton

Leicester stal sigrinum gegn Brighton