Þriðjudagur 09.mars 2021
433Sport

Mourinho virðist láta Bale heyra það á æfingu Tottenham – „Viltu vera hér eða fara til Real Madrid“

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athyglisverð upptaka af æfingu Tottenham er nú í dreifingu á netheimum. Á upptökunni virðist mega heyra Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham, láta leikmann liðsins heyra það. Talið er að leikmaðurinn sé Gareth Bale.

„Viltu vera áfram hér eða fara til Real Madrid og spila ekkert?“ má greina Mourinho segja á upptökunni.

Netverjar velta vöngum yfir því hvern Mourinho gæti verið að segja þetta við. Spjótin beinast að Gareth Bale.

Bale gekk til liðs við Tottenham á lánssamningi frá Real Madrid fyrir tímabilið. Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Real Madrid og vonir stóðu til að hann myndi finna sitt gamla form hjá Tottenham. Það hefur því miður ekki ræst fyrir hann.

Tækifærin hafa verið af skornum skammti fyrir leikmanninn hjá Tottenham.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Goðsögn efast um að Gerrard sé klár í að taka við Liverpool

Goðsögn efast um að Gerrard sé klár í að taka við Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætlar sér að safna 130 milljónum fyrir unga bræður sem berjast við sjaldgæft krabbamein

Ætlar sér að safna 130 milljónum fyrir unga bræður sem berjast við sjaldgæft krabbamein
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hrun Liverpool algjört – Hafa sett vafasamt met

Hrun Liverpool algjört – Hafa sett vafasamt met
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullyrða að Gylfi sé til sölu í sumar

Fullyrða að Gylfi sé til sölu í sumar
433Sport
Í gær

Endar Árni í Kópavoginum eða í Kazakhstan?

Endar Árni í Kópavoginum eða í Kazakhstan?
433Sport
Í gær

Tottenham vann öruggan sigur á Crystal Palace

Tottenham vann öruggan sigur á Crystal Palace