Laugardagur 27.febrúar 2021
433Sport

Finnur til með Özil – Ekki hægt að kenna honum um stöðuna þegar félagið réði ferðinni

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Micah Richards, fyrrverandi leikmaður Manchester City og núverandi sérfræðingur á Sky Sports, segist finna til með Mesut Özil, sem virðist nú vera á leið frá Arsenal. Stuðningsmenn sjái aðeins brotabrot af  þeim „hryllingi“ sem hann hefur þurft að upplifa.

Síðasti leikurinn sem Özil spilaði fyrir Arsenal var þann 7. mars árið 2020. Richards segist skilja þá sem segist ekki finna til með leikmanninum, hann hafi það gott með tæp 350.000 pund í vikulaun. Richards telur sig þó vita að þetta sé ekki auðveld reynsla fyrir Özil.

„Stuðningsmennirnir sjá ekki allar hliðar af þessu máli. Ég hef verið í svipaðri stöðu og Özil. Ég veit alveg nákvæmlega hvernig það er að vera settur í frystiklefann og fá ekki að spila. Þá telur fólk að maður halli sér bara aftur og taki við peningunum. Ég trúi því ekki að nokkur knattspyrnumaður myndi sætta sig við þannig stöðu,“ skrifar Richards í pistli í DailyMail.

Richards fer yfir feril sinn sem knattspyrnumaður í pistlinum og það hvernig hann var oftar en ekki skilinn eftir utan hóps og fékk ekki að spila.

„Að vera knattspyrnumaðurinn sem fær ekki að spila dregur úr manni. Hápunktur vikunnar hjá mér var oftar en ekki að fara á æfingasvæðið á laugardegi og spila tíu á móti tíu leik við ungu strákana,“ skrifar Richards.

Wenger og Özil / GettyImages

Richards tekur síðan í kjölfarið til varna fyrir Mesut Özil sem hefur átt magnaðar frammistöður á sínum tíma hjá Arsenal.

„Að segja að hann hafi eytt síðastliðnu ári í það að safna að sér peningum er ósanngjarnt. Arsenal bauð honum þennan samning á sínum tíma, hann þvingaði félagið ekki í þennan pakka. Það er ekki hægt að kenna leikmönnum um það þegar félögin sníða samninginn,“ skrifaði Richards.

Hann segir að það sé nú klárlega kominn sá tímapunktur fyrir Özil að taka næsta skref á ferlinum sem verður líklegast hjá tyrkneska liðinu Fenerbache.

Hjá Arsenal hefur Özil spilað 254 leiki, skorað 44 mörk og gefið 77 stoðsendingar. Þá varð hann enskur bikarmeistari með liðinu í fjórgang.

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rússagullið klárt fyrir kaup sumarsins

Rússagullið klárt fyrir kaup sumarsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aulabárðurinn Owen birti kostulegt myndband af sér

Aulabárðurinn Owen birti kostulegt myndband af sér
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrirliði Liverpool fór undir hnífinn – Óvíst hvenær hann getur spilað aftur

Fyrirliði Liverpool fór undir hnífinn – Óvíst hvenær hann getur spilað aftur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alisson í sárum eftir andlát föður síns – Getur ekki mætt í útför hans

Alisson í sárum eftir andlát föður síns – Getur ekki mætt í útför hans
433Sport
Í gær

Telur að Liverpool gæti rekið Klopp – Orðaður við þýska landsliðið

Telur að Liverpool gæti rekið Klopp – Orðaður við þýska landsliðið
433Sport
Í gær

Ancelotti vill vera sem lengst hjá Everton sem sér fram á spennandi tíma

Ancelotti vill vera sem lengst hjá Everton sem sér fram á spennandi tíma