Þriðjudagur 02.mars 2021
433Sport

Var hlegið að honum þegar hann bað um ráð fyrir sjö árum – Fagnaði sigri á dögunum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Góðan daginn, ég heiti Ryota. Draumur minn er að verða knattspyrnumaður og njóta þess að spila með þér einn daginn. Hvað get ég gert til að afreka það,“ sagði Ryota Iwaoka þá 12 ára drengur frá Japan við Cristiano Ronaldo þegar þeir hittust þar í landi.

Ryota fékk að fara upp á svið með Ronaldo til þess að spyrja hann spjörunum úr. Ryota hafði lagt mikið á sig til að geta borið spurninguna fram á portúgölsku. Ryota gerði sitt besta og Ronaldo hreifst af honum.

Í salnum mátti hins vegar heyra fólk hlæja og gera grín að hinum unga Ryota, Ronaldo var ekki skemmt. „Af hverju eru þau að hlæja? Þið ættuð að fagna því hversu hart hann lagði að sér,“ sagði Ronaldo.

Atvikið vakti mikla athygli. Nú sjö árum síðar virðist Ryota veri á góðri leið með að ná markmiði sínu að skara fram úr í fótbolta.

Ryota og lið hans vann U18 ára keppni í Japan nú á dögunum, sterkasta keppnin þar í landi fyrir drengi í hans aldursflokki. „Ráð Ronaldo hafa alltaf verið með mér,“ sagði Ryota eftir sigurinn.

„Mér tókst að verða meistari, síðustu ár hafa verið erfið vegna meiðsla. Það var ein manneskja sem studdi við bakið á mér og mér tókst þetta.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by 岩岡遼太 (@ryo___ta29)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beckham tjáði sig um mögulega komu Messi eða Ronaldo til Inter Miami

Beckham tjáði sig um mögulega komu Messi eða Ronaldo til Inter Miami
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áhugaverð leikaðferð Traore – Makar á sig barnaolíu

Áhugaverð leikaðferð Traore – Makar á sig barnaolíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hafa verulegur áhyggjur af Martial – „Hann virðist ekki elska leikinn“

Hafa verulegur áhyggjur af Martial – „Hann virðist ekki elska leikinn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Milljóna tilboð frá Akureyri kom til Breiðabliks

Milljóna tilboð frá Akureyri kom til Breiðabliks
433Sport
Í gær

Liverpool komnir aftur á sigurbraut

Liverpool komnir aftur á sigurbraut
433Sport
Í gær

Stórmeistarajafntefli Chelsea og Manchester United

Stórmeistarajafntefli Chelsea og Manchester United