fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
433Sport

Orðlaus yfir stuðningnum – „Ég veit að ég mun sigrast á þessu krabbameini“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 14:00

Bamba fagnar marki með Aroni Einari. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sol Bamba varnarmaður Cardiff í enska fótboltanum er nú að herja baráttu við krabbamein, þessi 36 árs gamli varnarmaður greindist með krabbamein á dögunum.

Bamba greindist með Hodgkin’s eitilfrumukrabbamein. Hann fagnaði afmæli sínu nú í vikunni en varnarmaðurinn hefur nú þegar hafið lyfjameðferð vegna meinsins sem nú hrellir hann.

„Bamba er elskaður af liðsfélögum, starfsfólki og stuðningsmönnum Cardiff. Sol hefur hafið baráttuna með jákvæða hugarfar sitt að vopni og verður mikilvægur hluti af Cardiff fjölskyldunni,“ sagði í yfirlýsingu Cardiff.

Bamba hóf feril sinn með PSG en hann hefur einnig spilað með Hibernian, Leicester og Leeds á ferli sínum.

Bamba hefur þakkað fyrir fallegu kveðjurnar. „Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar síðustu daga,“ skrifaði Bamba.

„Stuðningur ykkar hefur gert mig orðlausan, ég er leiður yfir því að geta ekki svarað öllum. Trúið mér, ég les þær allar. Ég veit að ég mun sigrast á þessu.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jafntefli í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Tuchel – Jóhann Berg spilaði í sigri gegn Aston Villa

Jafntefli í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Tuchel – Jóhann Berg spilaði í sigri gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Celtic heiðraði minningu Jóhannesar með hjartnæmu myndbandi og mínútu þögn – „Þú ert aldrei einn á ferð“

Celtic heiðraði minningu Jóhannesar með hjartnæmu myndbandi og mínútu þögn – „Þú ert aldrei einn á ferð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er pirraður í herbúðum Manchester United

Er pirraður í herbúðum Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aubameyang gefur upp ástæðu fjarveru sinnar

Aubameyang gefur upp ástæðu fjarveru sinnar