fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
433Sport

Fundarhöld vegna þess að ekki er farið eftir reglum um faðmlag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stíf fundarhöld verða hjá ensku úrvalsdeildinni í dag og á morgun en fundað verður með fyrirliðum, stjórum og lykil starfsfólki vegna COVID-19 ástandsins.

Ástæðan eru hertar reglur sem deildin hefur lagt til vegna veirunnar. Útgöngubann ríkir í Bretlandi vegna kórónuveirunnar en ástandið þar er slæmt, atvinnumenn í íþróttum fá hins vegar að halda áfram starfi sínu. Á dögunum setti enska úrvalsdeildin fram nýjar reglur og þar sem kom fram að leikmenn ættu ekki að fallast í faðma þegar mörkum væri fagnað.

Erfiðlega gengur fyrir leikmenn að skilja þessa einföldu reglu og mátti ítrekað sjá leikmenn faðmast um helgina í enska bikarnum og í ensku úrvalsdeildinni í vikunni.

Enska deildin vill ekki sjá leikmenn faðmast, gefa hvor öðrum fimmu eða takast í hendur. Deildin hefur áhyggjur af því að brot á þessum reglum verði til þess að fleiri COVID-19 smit verði í deildinni.

Fjöldi COVID-19 smita hefur verið í deildinni síðustu vikur og leikjum frestað ítrekað vegna hópsýkinga í liðum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jafntefli í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Tuchel – Jóhann Berg spilaði í sigri gegn Aston Villa

Jafntefli í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Tuchel – Jóhann Berg spilaði í sigri gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Celtic heiðraði minningu Jóhannesar með hjartnæmu myndbandi og mínútu þögn – „Þú ert aldrei einn á ferð“

Celtic heiðraði minningu Jóhannesar með hjartnæmu myndbandi og mínútu þögn – „Þú ert aldrei einn á ferð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er pirraður í herbúðum Manchester United

Er pirraður í herbúðum Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aubameyang gefur upp ástæðu fjarveru sinnar

Aubameyang gefur upp ástæðu fjarveru sinnar