fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
433Sport

Er Jurgen Klopp taugaveiklaður hræsnari?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 08:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jurgen Klopp virðist vera hræddur, ef mið er tekið af ummælum hans um vítaspyrnur Manchester United. Þetta var beint úr bók Sir Alex Ferguson,“ segir Mark Clattenburg einn besti dómari í sögu enska fótboltans í pistli á Daily Mail í dag.

Clattenburg segir að ummæli Klopp um ítrekaðar vítaspyrnur Manchester United, hafi verið sett fram til að reyna að hafa áhrif á dómara leiksins í leik Liverpool og United á sunnudag. Paul Tierney mun dæma stórleikinn á Anfield.

„Þetta var hugarleikur, tilraun til að reyna að hafa áhrif á Tierney og komast inn í hausinn hans fyrir leikinn. Klopp hafði rétt fyrir sér að United hefði fengið fleiri vítaspyrnur undanfarið, hann var klókur. Ummælin lét hann falla án þess að hann væri í vandræðum.“

„En höfum eitt á hreinu, það er ekkert samsæri hjá dómurum. Var Klopp að meina það? Ef vo er hef ég engann tíma fyrir þetta, það er rangt. Eða var hann að meina að leikmenn United væru að dýfa sér?.“

Clattenburg sagðist hafa skoðað vítaspyrnur United á þessu tímabili vel, í fimm af ellefu spyrnum telur Clattenburg að leikmenn Untied hafi farið auðveldlega niður. „Þeir eru á margan hátt klókir, um leið og það er snerting í teignum þá tekur VAR hana ekki af.“

„Hérna ætti Klopp samt að passa sig, Sadio Mane gerði þetta gegn Southampton. Boltinn var á leið af vellinum, ef hann hefði verið í aðstöðu til að skora þá hefði hann staðið þetta af sér.“

„Það er ýmislegt hægt að taka úr orðum Klopp, hann hljómar í fyrsta lagi eins og hræsnari ef hann heldur því fram að United sé að fiska vítaspyrnur. Mo Salah og Sadio Mane eru alveg jafn líklegir í slíkar tilraunir.“

„Hann er klárlega taugaveiklaður, frá því að Ferguson hætti höfum við ekki séð svona svakalega tilraun til að hafa áhrif á dómarann fyrir stórleik. Klopp gerði þetta ekki á síðustu leiktíð, þegar liðið vann alla leiki.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jafntefli í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Tuchel – Jóhann Berg spilaði í sigri gegn Aston Villa

Jafntefli í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Tuchel – Jóhann Berg spilaði í sigri gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Celtic heiðraði minningu Jóhannesar með hjartnæmu myndbandi og mínútu þögn – „Þú ert aldrei einn á ferð“

Celtic heiðraði minningu Jóhannesar með hjartnæmu myndbandi og mínútu þögn – „Þú ert aldrei einn á ferð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er pirraður í herbúðum Manchester United

Er pirraður í herbúðum Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aubameyang gefur upp ástæðu fjarveru sinnar

Aubameyang gefur upp ástæðu fjarveru sinnar