fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
433

Tinna Brá Magnúsdóttir til liðs við Fylki

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylkir hefur komist að samkomulagi við Gróttu um félagaskipti Tinnu Brár Magnúsdóttur til Fylkis. Þá hefur Tinna Brá gert samkomulag við Fylki um að leika með félaginu næstu þrjú árin.

Tinna Brá, sem er uppalin hjá Gróttu, er fædd árið 2004 og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið alls 24 meistaraflokksleiki í deild og bikar með Gróttu, en hún hefur að auki leikið fyrir U15 og U17 ára lið Íslands.

Kjartan Stefánsson, þjálfari: „Við erum virkilega ánægð með að fá Tinnu Brá til liðs við okkur. Tinna er gríðarlega spennandi og efnilegur markvörður sem sýndi það með frammistöðu sinni síðasta sumar með Gróttu að hún er tilbúin í næsta skref og smellpassar inn í það metnaðarfulla umhverfi sem við viljum að sé í kringum Fylkisliðið. Við væntum mikils af henni á komandi árum og erum spennt fyrir framhaldinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Wenger fer fögrum orðum um Özil – Segir stutt í að hann sýni sitt besta

Wenger fer fögrum orðum um Özil – Segir stutt í að hann sýni sitt besta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Endalok Juan Mata í Manchester nálgast

Endalok Juan Mata í Manchester nálgast
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þarf að borga yfir 3 milljónir í tryggingu á ári – Stútaði 40 milljóna króna bíl í jólabúning

Þarf að borga yfir 3 milljónir í tryggingu á ári – Stútaði 40 milljóna króna bíl í jólabúning
433
Fyrir 18 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Sú elsta og virtasta á Englandi

Langskotið og dauðafærið – Sú elsta og virtasta á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Umræðan fór fyrir brjóstið á Almari – „Það var í fyrsta skipti sem Twitter var að koma inn á Íslandi“

Umræðan fór fyrir brjóstið á Almari – „Það var í fyrsta skipti sem Twitter var að koma inn á Íslandi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hvað gerir Kolbeinn Sigþórsson?

Hvað gerir Kolbeinn Sigþórsson?