fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
433Sport

Skuldastaða Börsunga aldrei verið verri – Stórar upphæðir á gjalddaga innan tíðar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 13:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skuldir Barcelona aukast jafn og þétt og óvíst er hvort eða hvernig félagið getur komið sér út úr þessari skuldasúpu sem hefur safnast upp.

Skuldastaða félagsins var ekki góð þegar COVID-19 veiran fór að hrella heimsbyggðina og hafa skuldirnar aukist jafnt og þétt síðasta árið. La Vanguardia, blað í Katalóníu segir að skuldir félagsins nálgist nú milljarð evra og óvíst er hvernig félaginu tekst að greiða þær niður. Það sem gerir stöðuna verri er að 420 milljónir evra eru á gjalddaga næsta árið.

Barcelona hafði reiknað með milljarði evra í tekjur á síðustu leiktíð en COVID-19 veiran kom í veg fyrir það. Tekjufallið hefur svo haldið áfram á þessari leiktíð vegna veirunnar.

Þá telja þeir sem þekkja til í Barcelona að félagið geti ekki endurnýjað styrktarsamninga sína og fengið sömu upphæðir og hafa verið í gangi, félagið er með stóra samninga við Rakuten og Beko.

Börsungar kjósa sér nýjan forseta á næstu vikum en Josep Bartomeus sagði starfi sínu lausu á síðustu leiktíð, hann skildi félagið eftir í kröppum dansi.

Þar er talað um að kaupin á Ousmane Dembele, Philippe Coutinho og Antoine Griezmann hafi sett félagið í slæma stöðu. Þeir hafa lítið gert innan vallar en kostuðu allir mikla fjármuni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sir Alex Ferguson létt – „Guði sé lof að ég sé hættur“

Sir Alex Ferguson létt – „Guði sé lof að ég sé hættur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segist sjá í gegnum blekkingar Klopp

Segist sjá í gegnum blekkingar Klopp
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nóg til hjá Cristiano Ronaldo – Á skartgripasafn sem er metið á yfir 450 milljónir

Nóg til hjá Cristiano Ronaldo – Á skartgripasafn sem er metið á yfir 450 milljónir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bruno Fernandes útskýrir fagnið – „Bla bla bla ég heyri ekki í ykkur“

Bruno Fernandes útskýrir fagnið – „Bla bla bla ég heyri ekki í ykkur“
433Sport
Í gær

Grunnir vasar Arsenal – Mjög takmarkaðir möguleikar í janúarglugganum

Grunnir vasar Arsenal – Mjög takmarkaðir möguleikar í janúarglugganum
433Sport
Í gær

Klopp vonast eftir því að Matip æfi í dag eða á morgun

Klopp vonast eftir því að Matip æfi í dag eða á morgun