fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
433Sport

Fullyrðir að sætisbeltið hafi bjargað lífi sínu í hræðilegum árekstri

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 11:00

Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein óvæntustu úrslit enska bikarsins um helgina var þegar Crawley Town úr fjórðu efstu deild vann sigur á Leeds, sem leikur í efstu deild.

Nick Tsaroulla skoraði eitt marka Crawley í 3-0 sigri liðsins en hann brast í grát að leik loknum. Fyrir því er þó góð ástæða en þessi 21 árs gamli leikmaður hefur upplifað erfiðleika síðustu ár.

Draumur hans um að spila fyrir Tottenham varð að engu þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi árið 2017, skömmu síðar var honum tjáð að félagið myndi ekki endurnýja samning hans.

Tsaroulla segir að bílbeltið hafi bjargað lífi sínu árið 2017. Hann var þá á leið á æfingu hjá Tottenham og keyrði um á Audi A1 bíl en hann lenti í árekstri við Audi Q5, miklu stærri bíl. „Þetta var ekki fögur sjón, þetta var Q5 bíll sem var þrisvar sinnum stærri en bíllinn minn, minn bíll var gjörónýtur. Læknirinn fullyrðir að beltið bjargað lífi mínu, án þess væri ég ekki á lífi,“ sagði Tsaroulla.

Tsaroulla var ekki að keyra hratt en áreksturinn breytti lífi hans. „Ég var ekki að keyra hratt, ég var að fara inn í lítið hringtorg svo ég keyrði ekki hratt. Ég þakka bílbeltinu fyrir lífið, það orsakaði mikil eymsli í maga. Það þurfti bara sinn tíma til að jafna sig, hjá stóru félagi eins og Tottenham er tíminn því miður ekki að vinna með þér.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sir Alex Ferguson létt – „Guði sé lof að ég sé hættur“

Sir Alex Ferguson létt – „Guði sé lof að ég sé hættur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segist sjá í gegnum blekkingar Klopp

Segist sjá í gegnum blekkingar Klopp
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nóg til hjá Cristiano Ronaldo – Á skartgripasafn sem er metið á yfir 450 milljónir

Nóg til hjá Cristiano Ronaldo – Á skartgripasafn sem er metið á yfir 450 milljónir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bruno Fernandes útskýrir fagnið – „Bla bla bla ég heyri ekki í ykkur“

Bruno Fernandes útskýrir fagnið – „Bla bla bla ég heyri ekki í ykkur“
433Sport
Í gær

Grunnir vasar Arsenal – Mjög takmarkaðir möguleikar í janúarglugganum

Grunnir vasar Arsenal – Mjög takmarkaðir möguleikar í janúarglugganum
433Sport
Í gær

Klopp vonast eftir því að Matip æfi í dag eða á morgun

Klopp vonast eftir því að Matip æfi í dag eða á morgun