fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Gylfi og Jóhann Berg í byrjunarliðum sinna liða í kvöld

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 19:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir áhugaverðir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Everton heimsækir Wolves á Molineux og Burnley tekur á móti Manchester United sem getur með sigri komist í toppsæti deildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson, verða báðir í eldlínunni með sínum liðum.

Gylfi Þór Sigurðsson, er í byrjunarliði Everton sem heimsækir Wolves í 18. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Everton er fyrir leikinn í 7. sæti deildarinnar með 29 stig, Wolves er í 13. sæti með 22 stig.

Byrjunarlið Everton:
Pickford, Holgate, Mina, Keane, Godfrey, Digne, Doucoure, Davies, Iwobi, Sigurdsson, James

Byrjunarlið Wolves:
Rui Patricio, Semedo, Coady, Saiss, Ait Nouri, Neves, Moutinho, Dendoncker, Gibbs-White, Neto, Silva

Þá er Jóhann Berg Guðmundsson í byrjunarliði Burnley sem fær Manchester United í heimsókn.

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United stillir upp sókndjörfu liði þar sem Edinson Cavani leiðir fremstu línu liðsins.

Burnley er fyrir leikinn í 16. sæti deildarinnar með 16 stig. Manchester United er í 2. sæti með 33 stig og getur með sigri komist í 1. sæti deildarinnar.

Byrjunarlið Burnley:
Pope, Lowton, Tarkowski, Mee, Pieters, Brady, Westwood, Gudmundsson, Brownhill, Barnes, Wood.

Byrjunarlið Manchester United: 
De Gea, Wan-Bissaka, Bailly, Maguire, Shaw, Matic, Pogba, Rashford, Fernandes, Martial, Cavani.

Báðir leikir kvöldsins hefjast klukkan 20:15.

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Wenger fer fögrum orðum um Özil – Segir stutt í að hann sýni sitt besta

Wenger fer fögrum orðum um Özil – Segir stutt í að hann sýni sitt besta
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Endalok Juan Mata í Manchester nálgast

Endalok Juan Mata í Manchester nálgast
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þarf að borga yfir 3 milljónir í tryggingu á ári – Stútaði 40 milljóna króna bíl í jólabúning

Þarf að borga yfir 3 milljónir í tryggingu á ári – Stútaði 40 milljóna króna bíl í jólabúning
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea horfir fyrst og síðast til Þýskalands – Þrjú nöfn á blaði

Chelsea horfir fyrst og síðast til Þýskalands – Þrjú nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hvað gerir Kolbeinn Sigþórsson?

Hvað gerir Kolbeinn Sigþórsson?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirgnæfandi líkur á að Lampard verði næstur til að verða rekinn

Yfirgnæfandi líkur á að Lampard verði næstur til að verða rekinn