fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
433Sport

Margir mjög færir án vinnu – 10 spennandi kostir sem leita að starfi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. september 2021 11:20

Mynd: Síminn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grótta, ÍBV, Grindavík og fleiri lið leita sér að þjálfara nú þegar knattspyrnusumarið er á enda. Fjöldi þjálfara er atvinnulaus og leitar sér að nýju starfi.

Bak við tjöldin fara nú fram viðtöl við mann og annan og stjórnarmenn taka brátt ákvörðun í hvaða átt skal halda.

Til gamans tókum við saman nokkra öfluga þjálfara sem vantar vinnu.

©Anton Brink 2019

Ólafur Kristjánsson
Ólafur hefur verið án starfs frá því vor og gæti hugurinn leitað heim, hefur mikla reynslu sem gæti nýst félögum hér á landi

GettyImages

Heimir Hallgrímsson:
Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi leitar að starfi úti í hinum stóra heimi og er nánast útilokað að hann snúi heim.

Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur

Sigurbjörn Hreiðarsson
Slakur árangur í Grindavík en Sigurbjörn hefur sannað ágæti sitt í þjálfarateymum, gæti orðið hægri hönd Ólafs Jóhannessonar á nýjan leik.

Helgi Sigurðsson. Mynd/Eyþór Árnason

Helgi Sigurðsson
Með meistaragráðu í að koma upp liðum upp úr Lengjudeildinni, spennandi kostur fyrir lið með metnað.

Ólafur Brynjólfsson
Hefur verið aðstoðarþjálfari Grindavíkur en hefur reynslu sem aðalþjálfari bæði í karla og kvennabolta.

Ásmundur Arnarsson. Mynd: Fjölnir

Ásmundur Arnarson
Hættur með Fjölni og er sagður taka við kvennaliði Breiðabliks en gæti eitthvað annað komið á borð hans?

Ágúst Gylfason
Hættur með Gróttu en Ágúst hefur náð frábærum árangri sem þjálfari síðustu ár.

Heiðar Birnir í miðjunni til hægri.

Heiðar Birnir Þorleifsson
Gerði fína hluti með Vestra áður en hann hætti um mitt sumar.

Orri Freyr Hjaltalín
Var rekinn frá Þór úr sínu fyrsta stóra starfi en það er næsta víst að Orri fær annað tækifæri í þjálfun.

Mynd/Þróttur

Guðlaugur Baldursson
Verður ekki dæmdur fyrir það að falla með Þrótt enda félagið verið í tómu tjóni undanfarin ár. Mögulegur aðstoðarþjálfari fyrir lið í efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Moyes byrjaður að daðra við Lingard fyrir janúar

Moyes byrjaður að daðra við Lingard fyrir janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar tjáir sig loks um mál Eiðs Smára – Þungbær ákvörðun en ,„hún var nauðsynleg“

Arnar tjáir sig loks um mál Eiðs Smára – Þungbær ákvörðun en ,„hún var nauðsynleg“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klopp vel pirraður – „Nei, þið getið ekki skrifað um þetta á eðlilegan hátt“

Klopp vel pirraður – „Nei, þið getið ekki skrifað um þetta á eðlilegan hátt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kári Árna um svartnættið í dag og hvað þarf að gera – „Menn tóku ábyrgð á því sem þeir voru að gera“

Kári Árna um svartnættið í dag og hvað þarf að gera – „Menn tóku ábyrgð á því sem þeir voru að gera“
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Leeds vann dramatískan sigur á Crystal Palace

Enski boltinn: Leeds vann dramatískan sigur á Crystal Palace
433Sport
Í gær

Ítalski boltinn: Morata og Dybala tryggðu Juventus þrjú stig

Ítalski boltinn: Morata og Dybala tryggðu Juventus þrjú stig