fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
433Sport

Segir það hafa komið sér á óvart hvernig Messi hagi sér

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 26. september 2021 07:30

Lionel Messi og Antonella Rocuzzo, eiginkona hans. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Achraf Hakimi, bakvörður Paris Saint-Germain, var í viðtali nýlega við franska blaðið L’Equipe. Þar ræddi hann argentíska snillinginn Lionel Messi.

Hakimi og Messi gengu báðir til liðs við PSG í sumar. Hakimi var keyptur frá Inter. Messi kom óvænt frá Barcelona í kjölfar fjárhagsvandræða Katalóníufélagsins.

,,Það kom mér, eins og öllum öðrum, mikið á óvart að Messi skildi fara frá Barca, ég bjóst ekki við því. Þegar ég heyrði að hann væri að koma hingað, hvað get ég sagt? Það var draumur fyrir mig. Ég hef spilað með mörgum frábærum leikmönnum. Ég átti bara eftir að spila með Messi. Ég er stoltur af því að fá að vaxa sem leikmaður með honum,“ sagði Hakimi.

Hakimi sagði einnig að það hafi komið sér á óvart hversu rólegur Messi er.

,,Við tölum sama tungumál svo smám saman erum við að kynnast. Það kom mér á óvart hvernig hann hegðar sér. Hann er rólegur.“ 

Achraf Hakimi. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sambandsdeildin: Bodö/Glimt og AZ Alkmaar verma toppsæti fyrir lokaumferðina – Alfons og Albert komu við sögu

Sambandsdeildin: Bodö/Glimt og AZ Alkmaar verma toppsæti fyrir lokaumferðina – Alfons og Albert komu við sögu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Conte ekkert að skafa utan af hlutunum – „Tottenham er ekki í háum gæðaflokki“

Conte ekkert að skafa utan af hlutunum – „Tottenham er ekki í háum gæðaflokki“