fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Hugi hættir í The Mike Show – Umdeild ummæli féllu á dögunum

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 23. september 2021 20:00

Stjórnendur The Mike Show, Hugi er lengst til vinstri á myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugi Halldórsson hefur sagt skilið við íþróttahlaðvarpið The Mike Show en Hugi var einn af þáttastjórnendum hlaðvarpsins. Hugi greindi frá þessu í færslu sem hann birti á Twitter-síðu sinni en undanfarið hefur mikið gustað um hlaðvarpið og umdeild ummæli úr því hafa verið harkalega gagnrýnd.

Það vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum þegar styrktaraðilar The Mike Show sögðu skilið við þáttinn í kjölfar ummæla sem Hugi lét falla um Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og formann jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands. Hugi baðst innilegrar afsökunar á ummælunum sem um ræðir og vakti afsökunarbeiðni hans einnig mikla athygli.

„Undanfarið hefur samfélagsleg umræða opnað augu mín fyrir því hvernig raunveruleikinn er og hversu eitraður þessi heimur er. Þetta þarf að breytast. Við þurfum að endurhugsa allt það viðhorf sem mætir bæði stúlkum og drengjum í íþróttum,“ sagði Hugi til að mynda í afsökunarbeiðninni. „Ég stend alltaf með þolendum og fordæmi hverskonar ofbeldi. Heimurinn þarf að breytast, hann mun breytast og ég ætla að byrja á mér“

Lesa meira: Styrktaraðilar yfirgefa einn vinsælasta hlaðvarpsþátt landsins eftir umdeild ummæli – Hugi biðst afsökunar – „Mér urðu á mistök“

Nú á dögunum féllu svo önnur umdeild ummæli í þættinum en þau komu frá öðrum þáttastjórnanda The Mike Show, Sigurði Gísla Bond Snorrasyni, sem sagði að Edda Falak, þjálfari, áhrifavaldur og hlaðvarpsstjórnandi, væri lygasjúk.

„Ég komst að því að Edda Falak er leiðinlegasta manneskja á Íslandi og lygasjúk,“ sagði Sigurður í þættinum en síðan þá hefur mikið verið rætt um The Mike Show á samfélagsmiðlinum Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar