fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Þorsteinn rifjar upp daginn sem Ásgeir El lést: „Þarna hélt hver utan um annan og vorum að gráta og syrgja“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 13:00

Ásgeir Elíasson þjálfari Fram Víkingur - Fram 11. júlí 1999 Mynd; Einar Ólason / E.Ól.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn V Einarsson hefur á síðustu árum verið þekktur fyrir að berjast fyrir jafnrétti og ræða um eitraða karlmennsku. Á sínum yngri árum var Þorsteinn hvað þekktastur fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum.

Þorsteinn var ungur að árum þegar hann sér þann stóra draum eins og margir aðrir um að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Hann ræðir þetta og áfall sem hann og aðrir liðsfélagar urðu fyrir árið 2007 í viðtali við RÚV.

„Það er eiginlega skrýtið að ég hafi klárað menntaskóla því ég sá bara fyrir mér að ég yrði atvinnumaður í fótbolta, en ég fékk högg í andlitið, sálrænt, þegar ég var sautján átján ára,“ segir Þorsteinn við RÚV, þá var hann í unglingalandsliðum Íslands og fékk boð um að fara á reynslu hjá liði á Englandi.

Þjálfari Þorsteins hafði aðeins skáldað í samtali við enska félagið.„Það kemur strax í ljós að það eru ákveðin vonbrigði með hæðina mína. Ég fæ tækifæri en svo bara: Nei, þú ert of lítill. Ég bara: Ha? Draumar mínir fóru þarna að bresta.

Þorsteinn V. Einarsson. Mynd: Anton Brink

Klefamenning:

Mikið hefur verið rætt um klefamenninga í fótbolta á síðustu vikum, sumir hafa gengið svo langt að fullyrða að þar grasseri eitruð karlmennska

„Akkúrat klefinn sjálfur var ekkert hræðilegur. Það var rosalega sterk tenging á milli okkar, djúp og góð vinátta og karlasamstaða. Við vorum nánir, og gegnum alls konar,“ segir Þorsteinn.

Þorsteinn heldur því þó ekki fram að sú klefamenning sem hefur verið fjallað um sé ekki til. Hún birtist á öðrum stöðum, „Þegar við förum á djammið og erum annars staðar, úr klefanum“.

Áfall þegar Ásgeir lét lífið:

Ásgeir Elíasson einn fremsti knattspyrnuþjálfari í sögu Íslands lést árið 2007, hann var þá þjálfari ÍR þar sem Þorsteinn stóð vaktina í markinu.

„Við vorum mættir allir á leik en hann var ekki mættur, sem er ótrúlega skrýtið. Við förum á liðsfund og hann kemur bara ekki,“ segir Þorsteinn við RÚV

Einn liðstjóri ÍR fór heim til Ásgeirs til að athuga með hann, „Og finnur hann látinn heima hjá sér. Við fórum allir að gráta og vorum í miklu áfalli. Þarna hélt hver utan um annan og vorum að gráta og syrgja, gegnum þetta saman.“

Ásgeir var mikill vinur leikmanna ÍR og segir Þorsteinn „Þetta hafði áhrif á spilamennskuna en þarna reyndi á samstöðuna.“

Ítarlegt viðtal við Þorstein af RÚV má sjá hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum