fbpx
Mánudagur 18.október 2021
433Sport

Bjarni í leyfi frá störfum en var mættur á svæðið – „Brjálaður allan leikinn“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 11:00

Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur fór í veikindaleyfi í ágúst, við starfi hans tók Guðmundur Steinarsson. Guðmundur var hins vegar ekki mættur til starfa í 3-1 tapi Njarðvíkur gegn Leikni Fáskrúðsfirði síðasta laugardag. Um var að ræða leik í 2 deild karla.

Fótbolti.net fjallar um málið og segir að Bjarni hafi verið mættur á leikinn og hann hafi ferðast með Njarðvíkingum í leikinn.

„Bjarni Jó var í stúkunni, trylltur allan leikinn,“ sagði Gylfi Tryggvason í hlaðvarpsþættinum Ástríðan hjá Fótbolta.net og

Sverrir Mar Smárason tók þá til máls og spurði: „Af hverju var hann ekki á skýrslu?“

„Það er það sem ég ætlaði að ræða við þig. Bjarni Jó var bara í stúkunni, brjálaður allan leikinn. Hann fór með austur og er einn af 43 áhorfendum í Fjarðabyggðarhöllinni,“ sagði Gylfi.

„Vá, hvað það er skrítið… þetta er eitt það skrítnasta sem ég hef heyrt,“ sagði Sverrir um málið.

Sumarið hafa verið mikil vonbrigði fyrir Njarðvík en Bjarni sem er farsæll þjálfari tók við Njarðvík fyrir tímabilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bundesliga: Bayern slátraði Leverkusen í fyrri hálfleik

Bundesliga: Bayern slátraði Leverkusen í fyrri hálfleik
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: West Ham tók öll stigin í Liverpool

Enska úrvalsdeildin: West Ham tók öll stigin í Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hin umdeilda Wanda Nara sögð hafa sparkað eiginmanninum – ,,Aftur skemmirðu fjölskyldu fyrir kynlíf“

Hin umdeilda Wanda Nara sögð hafa sparkað eiginmanninum – ,,Aftur skemmirðu fjölskyldu fyrir kynlíf“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Albert skoraði og lagði upp í stórsigri

Albert skoraði og lagði upp í stórsigri
433Sport
Í gær

Solskjaer: „Það verður kannski eitthvað að breytast“

Solskjaer: „Það verður kannski eitthvað að breytast“
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Chelsea stóð af sér látlausar sóknir Brentford manna

Enski boltinn: Chelsea stóð af sér látlausar sóknir Brentford manna