fbpx
Mánudagur 23.maí 2022
433Sport

Stórskotalið hjá Viaplay í Meistaradeildinni – Sigurður Hrannar stýrir og Elísabet sérfræðingur

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. september 2021 13:15

©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti leikur Meistaradeildarinnar í ár er viðureign Young Boys frá Sviss og Manchester United. Leikurinn verður í beinni útsendingu á streymisveitunni Viaplay. Upphitun hefst 16:00 og leikurinn byrjar 16:45.

Í fyrsta sinn á Íslandi eru tveir aðilar með sýningaréttinn af Meistaradeild Evrópu, Viaplay og Stöð2 Sport skipta honum á milli.

Sigurður Hrannar Björnsson markvörður HK er nýtt andlit á skjánum hér á landi en hann mun stýra þáttum í kringum leikina. „Sigurður Hrannar þekkir fótbolta uppá tíu og hefur spilað í flestum deildum hér heima. Á hans heimili held ég að það sé bara talað um fótbolta. Það er besti undirbúningur í heimi,” segir Hjörvar Hafliðason yfirmaður íþróttaefnis á Viaplay hér á landi í samtali við 433.is í dag.

©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

„Þegar kom að því að finna þáttarstjórnanda þá vildum við prófa nýjan einstakling. Sigurður Hrannar hefur fótboltabakgrunn, er að spila og þekkir þetta inn og út Lovísa Dröfn sem hefur verið að lýsa leikjum Viaplay verður með Sigurði en hjá Viaplay eru engar auglýsingar og því verða mikið af innslögum í þáttum sem Lovísa vinnur ásamt okkar teymi í Danmörku.”

Fyrir áramót verða stúdíóþættir fyrir og eftir leiki eingöngu á þriðjudögum og þættirnir teknir upp í Danmörku. „Það vinnur auðvitað með Sigurði Hrannari að hann talar dönsku rétt og eins og aðrir sem að þáttunum koma. En vonandi getum við unnið heima eftir áramót.”

Með Sigurði fram að áramótum verða þau Freyr Alexandersson þjálfari Lyngby í Danmörku og Rúrik Gíslason fyrrum landsliðsmaður Íslands. Að auki hefur Vipaplay samið við Elísabetu Gunnarsdóttur þjálfara Kristianstad. „Það vita allir hvað Freyr er öflugur í sjónvarpi og öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Elísabet hefur náð mögnuðum árangri sem þjálfari í Svíþjóð og hefur mikla reynslu og ég hlakka sjá hana hjá okkur. Það segir sitthvað um magnaðan árangur hennar að hún er á sínu þrettánda ári sem þjálfari Kristianstads í sænsku úrvalsdeildinni.“

Elísabet Gunnarsdóttir.

„Rúrik er auðvitað með 16 ára reynslu sem atvinnumaður í fótbolta og hefur spilað í Meistaradeildinni á móti mönnum eins og Cristiano Ronaldo. Það er ómetanlegt að hafa slíkan mann í setti sem getur farið yfir það hvernig er að mæta þeim bestu,” bætti Hjörvar við.

Kjartan Henry Finnbogason mun lýsa leikjum ásamt lýsendum Viaplay en í fyrsta leik tímabilsins Young Boys – Man. Utd verður hann með Herði Magnússyni. „Kjartan Henry segir sínar skoðanir og er ískaldur. Ég held að þeir sem fylgjast eiga eftir að fíla hann í þessu hlutverki. Hann hefur líka mikla reynslu sem atvinnumaður.”

Auk Harðar verða þeir Gunnar Ormslev og Valtýr Björn að lýsa leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu hvað íslenskir knattspyrnuáhugamenn höfðu að segja um lokaumferðina – „3 mörk á 5 mín ekki fyrirgefið“

Sjáðu hvað íslenskir knattspyrnuáhugamenn höfðu að segja um lokaumferðina – „3 mörk á 5 mín ekki fyrirgefið“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

AC Milan ítalskur meistari í fyrsta sinn í meira en áratug

AC Milan ítalskur meistari í fyrsta sinn í meira en áratug
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hálfleikur í öllum leikjum: City að tapa en verður meistari ef leikar enda svona – Leeds uppi eins og staðan er

Hálfleikur í öllum leikjum: City að tapa en verður meistari ef leikar enda svona – Leeds uppi eins og staðan er
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Erik ten Hag mættur á svæðið

Erik ten Hag mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Mbappe fagnaði nýjum samningi með þrennu

Mbappe fagnaði nýjum samningi með þrennu
433Sport
Í gær

Ítalski boltinn: Albert lék allan leikinn – Atalanta missir af Evrópusæti

Ítalski boltinn: Albert lék allan leikinn – Atalanta missir af Evrópusæti