fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Um og yfir 100 milljónir á leið á Akranes eftir tíðindi gærdagsins

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. september 2021 09:35

Ísak og Jói Kalli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson var í gær seldur frá Svíþjóð til Danmerkur, FC Kaupmannahöfn keypti þennan öfluga dreng frá IFK Gautaborg.

Ísak gekk til liðs við Norrkjöping árið 2019 þegar hann var aðeins 15 ára gamall. Ísak hefur staðið sig vel hjá félaginu og hefur verið byrjunarliðsmaður í liðinu. Hann spilaði 43 leiki fyrir félagið í sænsku deildinni, skoraði 5 mörk og gaf 12 stoðsendingar.

Ísak gekk til liðs við félagið frá ÍA en ljóst er að Skagamenn fá væna summu inn á sinn reikning á næstu dögum eftir félagaskipti Ísaks.

Samkvæmt heimildum 433.is voru Skagamenn með klásúlu sem færir félaginu stórar fjárhæðir núna. Þannig telja sænskir miðlar að FCK hafi borgað 732 milljónir íslenskra króna fyrir Ísak. Danskir miðlar telja upphæðina hins vegar vera í kringum 500 milljónir íslenskra króna.

Skagamenn munu fá í kringum 20 prósent af þeirri upphæð og því er félagið að fá að minnsta kosti 100 milljónir íslenskra króna.

Upphæðin kemur sér fyrir knattspyrnudeild ÍA sem gengið hefur í gegnum erfiðan rekstur, þá er karlalið félagsins á barmi þess að falla úr úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins er Jóhannes Karl Guðjónsson, faðir Ísaks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi