fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Settu saman lið leikmanna sem gætu farið í sumar – Stór nöfn á lista

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 31. júlí 2021 20:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal, Chelsea og Manchester United hafa, eða ætla sér, að eyða háum fjárhæðum á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Vefsíðan CaughtOffside setti að gamni saman lið úr þeim leikmönnum sem þessi lið gætu losað sig við í stað þeirra sem eiga að koma inn.

Arsenal hefur keypt þá Albert Sambi Lokonga, Nuno Tavares og Ben White. Sá síðastnefndi kostaði félagið 50 milljónir punda. Þá hefur Arsenal einnig verið orðað við rándýr kaup á James Maddison, leikmanni Leicester. Það þarf því að losa um fjármuni.

Hector Bellerin, Joe Willock og Willian gætu allir farið. Bellerin er talinn vilja komast til Inter. Þá vill Newcastle fá Willock eftir frábæra lánsdvöl leikmannsins hjá þeim á seinni hluta síðasta tímabils. Willian olli miklum vonbrigðum á sínu fyrsta tímabili með Arsenal. Það væri sennilega í allra hag ef hann kæmist burt.

Chelsea hefur verið rólegt á markaðnum hingað til. Félagið hefur þó verið orðað við stór félagaskipti.

Erling Braut Haaland, leikmaður Dortmund, hefur til að mynda verið orðaður við félagið. Rándýr verðmiði á honum í sumar gæti þó gert það að verkum að Chelsea bíði í ár með að reyna að fá hann. Þá verður hann fáanlegur á um 64 milljónir punda vegna klásúlu. Skipti Jules Kounde til Chelsea frá Sevilla eru talinn öllu líklegri til að ganga í gegn. Spænska félagið vill þó fá um 80 milljónir evra fyrir hann. Chelsea ætlaði sér að senda Kurt Zouma til Sevilla til að klípa af kaupverðinu. Leikmaðurinn er þó ekki talinn hafa áhuga á því.

Zouma er í liðinu yfir leikmenn sem gætu farið. Marcos Alonso, liðsfélagi hans í vörninni, er það einnig. Hann er ekki fastamaður í liðinu. Það sama má segja um þá Ruben Loftus-Cheek og Tammy Abraham. Þeir eru einnig í liðinu.

Man Utd hefur keypt Jadon Sancho fyrir 73 milljónir punda og Raphael Varane fyrir um 40 milljónir punda. Þá er einnig talið að félagið ætli að sækja sér miðjumann. Nýjasta sagan er sú að Saul Niguez, leikmaður Atletico Madrid, gæti verið á leið til Manchester.

Markvörðurinn David De Gea er í liðinu með leikmönnum sem gætu farið. Hann er með himinnháan launapakka og á þessum tímapunkti ferilsins er hann lítið betri en Dean Henderson, sem berst við hann um stöðu markvarðar hjá Man Utd. Eric Bailly, sem á líklega ekki marga leiki fyrir höndum í byrjunarliðiðinu, er í liðinu. Þar eru einnig Nemanja Matic og Anthony Martial. Sá síðastnefndi hefur valdið vonbrigðum frá því að hann kom til Man Utd frá AS Monaco árið 2015.

Liðið í heild sinni:

David De Gea (Markvörður)

David De Gea.

Hector Bellerin (Hægri bakvörður)

Hector Bellerin. Mynd/Getty

Kurt Zouma (Miðvörður)

Kurt Zouma. Mynd/Getty

Eric Bailly (Miðvörður)

Eric Bailly. Mynd/Getty

Marcos Alonso (Vinstri bakvörður)

Marcos Alonso.

Nemanja Matic (Miðjumaður)

Nemanja Matic.

Ruben Loftus-Cheek (Miðjumaður)

Ruben Loftus-Cheek

Joe Willock (Miðjumaður)

Joe Willock. Mynd/Getty Images

Willian (Hægri Kantmaður)

Mynd/Getty

Anthony Martial (Vinstri Kantmaður)

Anthony Martial. Mynd/Getty

Tammy Abraham (Framherji)

Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær