fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Starf yfirmanns knattspyrnumála heillar Þorlák ekki – ,,Held að KSÍ viti ekki ennþá hvernig þeir ætla að hafa það“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 18:30

Þorlákur Árnason (til hægri).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorlákur Árnason segir að starf yfirmanns knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Íslands myndi ekki heilla hann, yrði honum boðið það. Hann ræddi þetta í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla hjá Íslandi, gegnir stöðunni áfram fram á haust. Eftir það er líklegt að KSÍ leiti að nýjum einstaklingi í starfið.

Þorlákur hefur undanfarin ár gegnt stöðunni hjá knattspyrnusambandi Hong Kong. Það lá því beinast við að Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi Dr. Football, myndi spyrja hann út í það hvort hann hefði áhuga á stöðunni hjá KSÍ.

,,Nei,“ svaraði Þorlákur. ,,Fyrir mig hefur alltaf verið rosalega mikilvægt að vinnan sem maður fer  í, að það sé þörf fyrir mann. Ef að KSÍ myndi hafa þörf fyrir mig í þessu starfi þá hefði ég áhuga. En ég held að þeir hafi ekkert þörf fyrir mig. Mig langar að fara eitthvað þar sem er þörf fyrir mig eða að það svalar minni ævintýraþrá,“ bætti hann við.

Honum finnst jafnframt að KSÍ þurfi að móta stöðu yfirmanns knattspyrnumála ögn betur.

,,Það sem er kannski ekki spennandi við þetta starf hjá KSÍ er að ég held að KSÍ viti ekki ennþá hvernig þeir ætla að hafa það. Svo er auðvitað Covid búið að koma upp svo það er kannski eðlilegt að menn hugsi sig um. Þeir kannski ákveða á næsta ári að breyta eitthvað til eða hvernig sem það verður. Arnar byrjaði á ákveðnum hlutum svo getur vel verið að menn vilji móta starfið í aðra átt með öðrum manni. Það er allavega ekki eitthvað sem ég er að hugsa um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sambandsdeildin: Alfons átti þátt í stærsta ósigri Mourinho á ferlinum – Tottenham tapaði á útivelli

Sambandsdeildin: Alfons átti þátt í stærsta ósigri Mourinho á ferlinum – Tottenham tapaði á útivelli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Liverpool eiga yfir að skipa bestu framlínu í heimi á ný – ,,Þeir geta splundrað liðum“

Segir Liverpool eiga yfir að skipa bestu framlínu í heimi á ný – ,,Þeir geta splundrað liðum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dagný segir leik morgundagsins ótrúlega mikilvægan – ,,Við ætlum okkur á HM“

Dagný segir leik morgundagsins ótrúlega mikilvægan – ,,Við ætlum okkur á HM“
433Sport
Í gær

Tekin aftur saman þrátt fyrir ásakanir um framhjáhald – Stormasamri viku lokið með ótrúlegri U-beygju hjá Icardi-hjónunum

Tekin aftur saman þrátt fyrir ásakanir um framhjáhald – Stormasamri viku lokið með ótrúlegri U-beygju hjá Icardi-hjónunum
433Sport
Í gær

Liðsfélagi Söru Bjarkar að snúa til baka rúmum tuttugu mánuðum eftir að hún meiddist illa

Liðsfélagi Söru Bjarkar að snúa til baka rúmum tuttugu mánuðum eftir að hún meiddist illa
433Sport
Í gær

Paul Scholes: „Ég vil ekki vera gleðispillir“

Paul Scholes: „Ég vil ekki vera gleðispillir“
433Sport
Í gær

Lukaku og Werner meiddust í kvöld – „Við verðum að finna lausnir“

Lukaku og Werner meiddust í kvöld – „Við verðum að finna lausnir“