fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
433Sport

Segir að UEFA hafi hreinlega hótað þeim nokkrum mínútum eftir áfallið í Köben

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. júní 2021 08:54

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Schmeichel fyrrum markvörður Dana segir að UEFA hafi hreinlega hótað leikmönnum Dana nokkrum mínútum eftir að Christian Eriksen fékk hjartaáfall.

Liðslæknir danska landsliðsins, Morten Boesen, hefur staðfest að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp í gær. Eins og flestir, ef ekki allir, vita þá hneig Christian Eriksen niður í leik með danska landsliðinu gegn Finnlandi á Evrópumótinu á laugardag. Hann andaði hvorki né var með púls um tíma og þurfti læknalið að beita hjartahnoði. Til allrar hamingju komst Eriksen þó aftur til meðvitundar og gat bæði talað og andað eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús.

Nú er komið í ljós að hjarta Eriksen stöðvaðist í leiknum. ,,Hann var farinn. Við náðum honum til baka. Hversu nálægt því vorum við að missa hann? Ég veit það ekki,“ sagði Boesen.

Leikurinn fór aftur af stað og voru Danir ekki í neinu standi til að spila fótbolta, unnu Finnar 1-0 sigur. „UEFA sagði að leikmennirnir hefðu krafist þess að spila, ég veit að það er ekki satt,“ sagði Schmeichel en sonur hans Kasper ver mark Dana í dag.

„Leikmennirnir fengu þrjá kostu, einn af þeim var að spila strax og klára þessar 50 mínútur. Annar kosturinn var að spila í hádeginu í gær og hinn kosturinn var að gefa leikinn og tapa honum 3-0.“

„Þið sjáið það bara svart á hvítu. Var það ósk leikmanna að spila stax? Höfðu þeir eitthvað val? Ég held ekki. Þú heyrði svo frá þjálfaranum degi eftir leikinn, hann sá eftir því að hafa spilað leikinn þarna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hjörvar um Arnar: ,,Átti aldrei að labba um atvinnulaus“

Hjörvar um Arnar: ,,Átti aldrei að labba um atvinnulaus“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Juventus kom til baka og vann sinn fyrsta leik

Juventus kom til baka og vann sinn fyrsta leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hafrún á meðal þeirra sem skipa nefnd sem á að rannsaka mál KSÍ

Hafrún á meðal þeirra sem skipa nefnd sem á að rannsaka mál KSÍ
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Rúnar verulega ósáttur með Sigurð G Guðjónsson

Jón Rúnar verulega ósáttur með Sigurð G Guðjónsson
433Sport
Í gær

Ronaldo tekur toppsætið af Messi – Þetta þénuðu þeir á síðasta ári

Ronaldo tekur toppsætið af Messi – Þetta þénuðu þeir á síðasta ári
433Sport
Í gær

Svipta hulunni af því hvað gekk á bak við tjöldin þessa örlagaríku daga í Laugardalnum

Svipta hulunni af því hvað gekk á bak við tjöldin þessa örlagaríku daga í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Undankeppni HM: Holland of stór biti fyrir íslenska liðið

Undankeppni HM: Holland of stór biti fyrir íslenska liðið
433Sport
Í gær

Einkunnir eftir hetjulega baráttu hjá Íslandi – Sveindís Jane gæti orðið súperstjarna

Einkunnir eftir hetjulega baráttu hjá Íslandi – Sveindís Jane gæti orðið súperstjarna