fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Segir sögusagnir um Andra ósannar og útskýrir misskilninginn – ,,Skil vel að Kela hafi svelgst á kaffinu sínu“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 07:00

Andri Rúnar Bjarnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson útskýrði það í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær hvernig misskilningurinn um það að Andri Rúnar Bjarnason hafi fengið tilboð frá Víkingi Reykjavík hafi orðið til.

Hrafnkell Freyr Ágústsson sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Andri Rúnar, sem er leikmaður Esbjerg í Danmörku, hafi fengið ansi rausnarlegt tilboð frá Víkingum um það að ganga til liðs við félagið.

Mikael Nikulásson sagði þessar sögusagnir hins vegar ekki réttar í hlaðvarpsþættinum The Mike Show. Hann virðist hafa haft rétt fyrir sér þar, miðað við upplýsingarnar sem Tómas Þór kom með á borðið í gær. Hann sagði umboðsmenn Andra hafa boðið Víkingum að fá leikmanninn á ansi rausnarlegum launapakka. Eitthvað sem félagið var ekki tilbúið í.

,,Ég mæti inn í Fjós klukkutíma fyrir leik eða svo og hitti Heimi (Gunnlaugsson, varaformanni Víkings). Heimir tjáir mér það að Víkingum hafi boðist að fá Andra Rúnar Bjarnason fyrir ævintýralegar upphæðir á mánuði. Ég skil vel að Kela hafi svelgst á kaffinu sínu. Það var alveg ógljóst að þeir sem eru að umba Andra Rúnar eru að reyna að testa vatnið hérna á Íslandi áður en hann tekur einhverja ákvörðun úti. Ef hann getur fengið svona stjarnfræðilega upphæð, sem var eitthvað korter í 2 milljónir króna á mánuði, með öllu, þá væri hann bara tilbúinn að koma heim og myndi ekkert reyna á það úti. Víkingar sögðu nei takk, við erum alveg góðir. Ekki séns,“ sagði Tómas.

Það sem gerðist næst, að sögn Tómasar, var svo það að Andri Rúnar sjálfur mætti á svæðið. Hann ræddi samninginn sem umboðsmenn hans höfðu lagt á borðið við Heimi á léttum nótum. Vinur Andra, sem var með honum, mistúlkaði svo aðstæðurnar á þann hátt að Heimir hafi verið að sýna Andra þann samning sem hann gæti fengið hjá Víkingi.

Svona, segir Tómas Þór, varð misskilningurinn um það að Andri Rúnar hafi fengið tilboð frá Víkingum til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Í gær

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum