fbpx
Fimmtudagur 05.ágúst 2021
433Sport

Mourinho telur að Henderson sé tilbúinn í stærra hlutverk

Helga Katrín Jónsdóttir
Mánudaginn 7. júní 2021 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, fyrrum þjálfari Manchester United, telur að Dean Henderson sé tilbúinn að taka við af David de Gea sem aðal markmaður félagsins.

Henderson fékk tækifæri til að sýna sig þegar De Gea fékk frí til þess að fara til Spánar og vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. De Gea var aftur í byrjunarliðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar liðið tapaði gegn Villareal í vítaspyrnukeppni. Þar var De Gea skúrkurinn en hann varði ekkert víti og klúðraði sinni spyrnu.

Ole Gunnar Solskjaer þarf að taka ákvörðun um hver verður aðalmarkvörður tímabilið 2021-2022. Mourinho telur að það eigi að vera Henderson.

„Þetta eru góðir markmenn. Mér finnst þeir ekki vera stórkostlegir markmenn, en kannski má segja um Henderson að hann sé ekki ennþá orðinn stórkostlegur, hann gæti orðið það,“ sagði Mourinho við The Times.

„Ég hitti hann í Manchester þegar hann var strákur og ég man eftir því þegar hann bað um að fara á lán. Hann sagði
„þegar ég kem aftur þá ætla ég að verða aðalmarkvörður.“

Henderson skrifaði undir fimm ára samning við United síðasta sumar eftir að hann kom til baka frá Sheffield United eftir tveggja ára lán. De Gea á enn tvö ár eftir af samning en sögusagnir hafa verið um að hann vilji fara aftur til Spánar í sumar.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aston Villa hefur valið arftaka Grealish – Mun reynast dýrt

Aston Villa hefur valið arftaka Grealish – Mun reynast dýrt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið: Kristian Nökkvi skoraði fyrir aðallið Ajax gegn Leeds

Sjáðu markið: Kristian Nökkvi skoraði fyrir aðallið Ajax gegn Leeds
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea tilbúið að losa sig við ellefu leikmenn til að auðvelda kaupin á Lukaku

Chelsea tilbúið að losa sig við ellefu leikmenn til að auðvelda kaupin á Lukaku
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Virtur blaðamaður staðfestir áhuga Man Utd

Virtur blaðamaður staðfestir áhuga Man Utd