fbpx
Fimmtudagur 05.ágúst 2021
433Sport

Vestin sem öllu máli skipta í dag: FIFA vottun kemur innan tíðar – Eru ekki gallalaus

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vestin sem KSÍ notar fyrir leikmenn eru að fá vottun hjá FIFA og verða því lögleg í notkun í keppnisleikjum. um er að ræða GPS tæki sem mæla framgang leikmanna í leikjum, hlaup og fleira í þeim dúr njóta mikilla vinsælda.

KSÍ hefur síðustu ár notað vesti frá fyrirtækinu Johan Sports. Því var haldið fram í hlaðvarpsþætti Dr. Football í gær að þau vesti væru ekki lögleg. „Landsliðið notar búnað frá Johan Sports, það er ekkert launungarmál að sá búnaður er ekki viðurkenndur af FIFA. Það þarf ennþá leyfi til að nota hann,“ sagði Harald Pétursson frá Smart Sport sem flytur inn PLAYR GPS vestin sem hafa stimpil FIFA.

Nokkur félagslið á Íslandi eru að nota búnaðinn frá PLAYR GPS en KSÍ hefur verið samning við hollenska fyrirtækið. KSÍ endurnýjaði samning sinn við fyrirtækið á síðasta ári þegar ljóst var að vestin væru að fá FIFA stimpil.

Arnar Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála og landsliðsþjálfari svaraði fyrirspurn vegna málsins. „GPS-Vesti Johans Sports áttu að fá stimpil FIFA á síðasta ári en vegna COVID þá tafðist framleiðslan. FIFA tekur öll vesti í skoðun tvisvar á ári og nú er framleiðslan á kubbnum frá Johan Sports að klárast sem er með vottun FIFA,“ sagði Arnar Þór.

Vestin þó vinsæl séu eru ekki gallalaus. „Þau hafa verið til vandræða á stærri völlum, við hefðum sem dæmi ekki getað notað vestin í leiknum gegn Mexíkó í Dallas. Þar er leikurinn innandyra og GPS vestin tengjast því illa við gervihnött. Í öllum landsleikjum okkar eru hlaupatölur leikmanna skoðaðar í gegnum aðra tækni. Þar er myndavél sem tekur upp allan völlinn og greinir hlaup leikmanna á nákvæmari hátt,“ sagði Arnar.

Hann segir það þekkta stærð sem dæmi í ensku úrvalsdeildinni að vestin detti úr sambandi og nái ekki sambandi við gervihnött á stærri völlum þar á ba.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aston Villa hefur valið arftaka Grealish – Mun reynast dýrt

Aston Villa hefur valið arftaka Grealish – Mun reynast dýrt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu markið: Kristian Nökkvi skoraði fyrir aðallið Ajax gegn Leeds

Sjáðu markið: Kristian Nökkvi skoraði fyrir aðallið Ajax gegn Leeds
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea tilbúið að losa sig við ellefu leikmenn til að auðvelda kaupin á Lukaku

Chelsea tilbúið að losa sig við ellefu leikmenn til að auðvelda kaupin á Lukaku
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Virtur blaðamaður staðfestir áhuga Man Utd

Virtur blaðamaður staðfestir áhuga Man Utd