fbpx
Föstudagur 23.júlí 2021
433Sport

Stubbs æði grípur um sig á Akureyri í upphafi sumars: „Stubbur ég elska þig“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinþór Már Auðunsson var lítið þekkt nafn í heimi fótboltans hér á landi fyrir nokkrum vikum síðan. Stubbur eins og hann er kallaður á Akureyri hefur hins vegar slegið í gegn í efstu deild karla með KA, markvörðurinn stóri og stæðilegi hefur varið mark KA af stakri snilld í upphafi sumars.

Segja má að Stubbs æði ríki nú á Akureyri en Stubbur átti frábæran leik í marki KA er liðið vann 0-1 sigur á Stjörnunni í gær. KA er með 13 stig eftir sex umferðir og á Stubbur stóran þátt í góðum árangri liðsins.

Stubbur gekk í raðir KA í vetur og átti fyrst og fremst að verma varamannabekkinn, hann var fenginn til að vera til taks ef Kristijan Jajalo myndi meiðast. Jajalo meiddist svo nokkrum dögum fyrir fyrsta leik og Stubbur fékk stóra tækifærið og greip það með báðum höndum.

Forráðamenn KA virtust þó ekki ætla að treysta Stubbi sem hafði enga reynslu úr efstu deild og fékk félagið Vladan Djogatovic til liðs við KA. Stubbur hefur hins vegar ekki stigið feilspor í sex fyrstu leikjum sumarsins og Djogatovic hefur setið sem fastast á bekknum.

Stubbur sem er fæddur árið 1991 hefur spilað fyrir Magna, Dalvík/Reyni, Völsung Þór og KA. Hann ólst upp í KA og lék tvo leiki fyrir félagið árið 2007 í Lengjudeildinni eins og hún heitir í dag.

Hvaðan kemur nafnið?

Gælunafnið Stubbur á ekkert sérstaklega vel við Steinþór enda er hann stór og stæðilegur maður, hann var spurður út í nafnið á Stöð2 Sport í gær.

„Ég fékk gælunafnið fyrir mörgum árum þegar ég var yngstur að spila upp fyrir mig, þá fékk ég nafnið Stubbur af því að ég var lang stærstur. Þetta átti að vera kaldhæðni þetta gælunafn, en því miður þá festist mitt,“
sagði Stubbur léttur í lund á Stöð2 Sport.

Stubbur ætlar ekki að gefa tommu eftir og ætlar að halda sæti sínu í liði KA. „Maður vill ekki setjast á bekkinn þegar maður hefur fengið smjörþefinn af því að spila, maður heldur áfram að gera sitt besta.“

Mikil umræða hefur verið um Stubb á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Möguleg liðsuppstilling Man Utd á næsta tímabili

Möguleg liðsuppstilling Man Utd á næsta tímabili
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sambandsdeildin: Jón Guðni lék allan leikinn í sigri

Sambandsdeildin: Jón Guðni lék allan leikinn í sigri
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Afar ljót tækling á Ólympíuleikunum í dag – Ökkli Ceballos mjög illa farinn

Sjáðu myndirnar: Afar ljót tækling á Ólympíuleikunum í dag – Ökkli Ceballos mjög illa farinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liðsfélagi Gylfa brjálaður eftir rangar sakargiftir

Liðsfélagi Gylfa brjálaður eftir rangar sakargiftir
433Sport
Í gær

Andstæðingar Vals í toppbaráttunni þurfa að hafa miklar áhyggjur ef sagan frá því í fyrra endurtekur sig

Andstæðingar Vals í toppbaráttunni þurfa að hafa miklar áhyggjur ef sagan frá því í fyrra endurtekur sig
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Lífið leikur við stjörnuna ungu – Fagnar Evrópumeistaratitli og nýjum samningi með kærustunni á ströndinni

Sjáðu myndirnar: Lífið leikur við stjörnuna ungu – Fagnar Evrópumeistaratitli og nýjum samningi með kærustunni á ströndinni
433Sport
Í gær

Arsenal líklegasti áfangastaður Henderson

Arsenal líklegasti áfangastaður Henderson
433Sport
Í gær

Þetta eru stigahæstu liðin frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar – Sjáðu topp 10 listann

Þetta eru stigahæstu liðin frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar – Sjáðu topp 10 listann