fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
433Sport

Baráttan um Meistaradeildarsæti í enska

Helga Katrín Jónsdóttir
Mánudaginn 3. maí 2021 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meistaradeildarbaráttan á Englandi er æsispennandi þessa stundina en nokkur félög keppa nú um síðustu tvö lausu sætin. Manchester City er í toppsætinu með 80 stig og þarf aðeins tvö stig til að tryggja Englandsmeistaratitilinn. Þá eru nágrannar þeirra, Manchester United í 2. sæti með 67 stig og leik inni og því þyrfti ansi mikið að fara úrskeiðis í síðustu leikjunum svo þeir klúðri Meistaradeildarsæti.

Þar á eftir eru sex lið í baráttunni, Leicester og Chelsea eru líklegust eins og er en allt getur gerst og verður spennandi að fylgjast með lokaleikjum þessara liða.

Leicester – 3. sæti (63 stig eftir 34 leiki)
Þvílíkt tímabil hjá lærisveinum Brendan Rodgers. Leicester hefur verið sannfærandi í vetur og eru með sjö stiga forystu á 5. sætið. Leicester á erfiða leiki eftir í lok deildarinnar, m.a. gegn Man Utd., Chelsea og Tottenham. Þeir klúðruðu Meistaradeildarsæti á lokasprettinum í fyrra, ná þeir að halda út núna?

Chelsea – 4. sæti (61 stig eftir 34 leiki)
Thomas Tuchel hefur framkvæmt kraftaverk með Chelsea liðið eftir að hann tók við stjórn liðsins. Chelsea er í góðri stöðu í deildinni, fimm stigum frá 5. sæti. Liðið á einnig eftir erfiða leiki í deildinni, gegn Manchester City, Arsenal, Leicester og Aston Villa. Þá er liðið enn með í Meistaradeildinni og FA bikarnum sem gæti verið auka álag í þessari baráttu.

West Ham – 5. sæti (58 stig eftir 34 leiki)
Fáir hefðu spáð því fyrir tímabilið að West Ham ætti möguleika á Meistaradeildarsæti. Liðið hefur spilað frábærlega í vetur og ljóst er að margir myndu gleðjast ef þeir næðu að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu. Það hefur aðeins fjarað undan hjá liðinu í síðustu leikjum en þeir áttu frábæran leik gegn Burnley í kvöld svo allt getur gerst. Burnley á eftir leiki gegn Everton, Brighton, West Brom og Southampton.

Tottenham – 6. sæti (56 stig eftir 34 leiki)
Tottenham á nokkuð óvænt möguleika á Meistaradeildarsæti en liðið hefur unnið síðustu leiki sannfærandi eftir að Mourinho var rekinn. Tottenham á eftir leiki gegn Leeds, Leicester, Wolves og Aston Villa. Tekst Ryan Mason að koma liðinu í deild þeirra bestu?

Liverpool – 7.  sæti (54 stig eftir 33 leiki)
Það er í raun ótrúlegt að Englandsmeistrar Liverpool sem rúlluðu upp deildinni í fyrra séu í þessari stöðu í ár. Liðið hefur alls ekki verið sannfærandi í ár. Ef þeir ætla sér að ná Meistaradeildarsæti verða þeir að sýna stöðugleika, eitthvað sem þeir hafa ekki sýnt í ár. Liverpool á eftir leiki gegn Southampton, West Brom, Burnley, Crystal Palace og Man. Utd.

Everton – 8. sæti (52 stig eftir 33 leiki)
Everton á ennþá veikan möguleika á 4. sætinu. Liðið hefur verið óstöðugt í ár og aldrei að vita hvaða frammistöðu þeir skila á vellinum. Þeir eiga eftir leiki gegn West Ham, Aston Villa, Sheffield, Wolves og Manchester City.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er ástandið á Akureyri í dag – „Hversu mikið diss er þetta á Akureyrarbæ?“

Svona er ástandið á Akureyri í dag – „Hversu mikið diss er þetta á Akureyrarbæ?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Klopp skilur Solskjær vel og líkir þessu við glæp

Klopp skilur Solskjær vel og líkir þessu við glæp
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm kostir fyrir Ronaldo í sumar – Endurkoma í kortinu

Fimm kostir fyrir Ronaldo í sumar – Endurkoma í kortinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Guardiola betri en Ferguson – Tölfræðin sannar mál hans

Segir Guardiola betri en Ferguson – Tölfræðin sannar mál hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kjartan Henry mættur í KR – Gerði þriggja ára samning

Kjartan Henry mættur í KR – Gerði þriggja ára samning
433Sport
Í gær

Pep: „Þetta er mikilvægasti titillinn“

Pep: „Þetta er mikilvægasti titillinn“
433Sport
Í gær

Stórliðin halda áfram að tapa stigum á Spáni – Barcelona gerði jafntefli

Stórliðin halda áfram að tapa stigum á Spáni – Barcelona gerði jafntefli
433Sport
Í gær

Pepsi-Max kvenna: Sterkur útisigur Selfyssinga gegn Þór/KA

Pepsi-Max kvenna: Sterkur útisigur Selfyssinga gegn Þór/KA
433Sport
Í gær

Verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Portúgal?

Verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Portúgal?