fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Eru með þvílíka yfirburði en fá ekki að fara upp um deild – ,,Munum missa fólk sem getur ekki gert þetta aftur“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 22:00

Úr leik hjá Wolves. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru líklega fá lið sem kórónuveirufaraldurinn hafa haft jafnmikil áhrif á og kvennalið Wolves. Liðið fékk ekki að fara upp um deild í fyrra þar sem tímabilið var stöðvað vegna faraldursins. Svipað var uppi á teningnum í ár.

Wolves leikur í fjórðu efstu deild Englands. Í fyrra hafði liðið unnið 14 af 15 leikjum sínum í deildinni. Þær voru hreint út sagt allt of góðar fyrir deildina. Þegar stefndi í að þær færu upp í deildina fyrir ofan var mótið hins vegar blásið af og dæmt ógilt vegna kórónuveirunnar.

Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu á kvennaliði Úlfanna síðustu ár. Fjárfest hefur verið í bæði leikmönnum og umgjörð. Það útskýrir að miklu leiti yfirburði liðsins í fjórðu efstu deild.

Í þessu tímabili var svo komið að því að reyna aftur. Komast átti upp í þriðju efstu deild. Wolves fékk þó einungis að spila sex leiki áður en þetta tímabil var blásið af. Aftur tókst þeim þó að sýna fram á yfirburði sína í deildinni. Þær unnu alla leikina og skoruðu 37 mörk. Þetta þýðir að liðið hefur unnið 20 af 21 einum leik á síðustu tveimur tímabilum og skorað hvorki meira né minna en 120 mörk. Þótt ótrúlegt megi virðast dugir þetta þó líklega ekki til að fara upp um deild.

,,Við munum missa fólk í sumar sem getur ekki gert þetta aftur,“ sagði Dan McNamara, þjálfari liðsins.

,,Við erum á pari við sum lið í efstu deild þegar það kemur að aðstöðu.“ 

Eina leið Wolves til að fá að taka þátt í þriðju efstu deild á næsta tímabili er ef liðum verður fjölgað í deildinni. Niðurstaða um hvort það verði verður gefin út í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls