fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Neymar hefði getað farið til Englands árið 2010

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 22:00

Neymar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar, einn af stjörnuleikmönnum Paris Saint-Germain, hefði getað farið í ensku úrvalsdeildina árið 2010 og leikið fyrir Chelsea. Þetta segir fyrrum umboðsmaður hans, Wagner Ribeiro. Hann segir leikmanninn sjálfan hins vegar hafa hafnað skiptum til Englands.

Neymar var á þessum tíma 17 ára og spilaði með Santos í Brasilíu.

,,Þeir (Chelsea) buðu honum mikinn pening en Neymar vildi ekki fara,“ sagði Ribeiro við L’Equipe.

Eftir að hafa hafnað enska liðinu spilaði Neymar í þrjú ár til viðbótar fyrir Santos áður en hann samdi við Barcelona árið 2013. Þaðan fór hann svo fjórum árum seinna, til PSG, fyrir metfé.

Ribeiro bætti einnig við að Neymar hefði getað valið erkifjendur Barca, Real Madrid, á sínum tíma.

,,Florentino (Perez, forseti Real) hélt að hann væri með hann. Hann samþykkti tilboð sem ég bauð honum. Hann var til í að borga 40 milljónir (evra) til Santos og gefa okkur það sem við vildum.“

Á endanum var það svo Neymar sjálfur sem kaus Barcelona frekar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Í gær

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum