fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Talaði „digurbarkalega“ og fékk það í bakið – „Mér fannst ástæða til þess að tala svona“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 22:00

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings frá Reykjavík, var gestur í þættinum 433.is sem sýndur var á Hringbraut í gærkvöldi.

Knattspyrnulið á Íslandi standa fyrir erfiðum áskorunum þessa stundina en allt það sem heita eðlilegar fótboltaæfingar og leikir er ekki hægt að framkvæma vegna sóttvarnaraðgerða sökum Covid-19.

Víkingar undir stjórn Arnars, þurfa að aðlaga sig sóttvarnaraðgerðum en langt var liðið á undirbúningstímabilið þegar allt var stoppað.

„Við erum bara að hlaupa, það er enginn bolti leyfður þannig að þetta er vel þreytt og reynir á hausinn á strákunum. Þetta er þriðja eða fjórða stoppið á þessu eina ári, menn eru einnig minnugir þess sem að gerðist í fyrra, þessi stopp fóru illa í nokkra af okkar leikmönnum í fyrra.“

„Við höfum reynt að breyta aðeins til, hlaupa öðruvísi, reyna koma með meiri ákefð inn og fleiri æfingar þó svo að það sé kannski ekki vinsælt núna að vera með fleiri hlaupaæfingar. Við reynum að læra af reynslunni í fyrra og vera eins jákvæðir og hægt er.“

Versti tímapunkturinn til að lenda í svona

Hléið sem gert er á æfingum og leikjum íþróttaliða kemur á versta mögulega tímapunkti fyrir knattspyrnuliðin á Íslandi sem voru komin vel á veg á undirbúningstímabilinu og stutt er í upphafspunkt Íslandsmótsins.

„Þetta er versti tímapunkturinn til að lenda í svona stoppi, rétt fyrir mót. Þetta er erfið íþróttagrein upp á það að gera að fara af stað, þurfa stoppa og rífa sig síðan aftur í gang. Menn eru komnir í ákveðinn takt, komnir í ákveðið form.“

„Það er alveg sama hversu mikið þú ert að hlaupa, það kemur ekkert í staðinn fyrir þessar litlu hreyfingar með bolta, ákefðina og litlu sprettina. Það kemur upp mikil meiðslahætta ef ekki er vel hugsað um þetta.“

Liðið aðeins meira spurningarmerki núna

Hvernig lýtur Arnar á fram á veginn með Víkingum? Við hverju býst hann á komandi tímabili?

„Við erum brattir en ekki eins brattir og í fyrra. Ég held að ástæðan fyrir því að við vorum svona brattir í fyrra hafi einfaldlega verið sú að við vorum með sérstaklega frábært byrjunarlið. Við vorum með frábæra hryggjarsúlu, leikmenn í toppstandi eins og veturinn var búinn að sýna.“

„Menn voru hungraðir, bikarmeistaratitillinn kom í hús tímabilið áður og leikmenn eins og Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason voru í góðu standi. Mér finnst þetta öðruvísi núna. Við höfum misst máttarstólpa í liðinu, Sölvi og Kári eru orðnir árinu eldri þannig að þetta er aðeins meira spurningarmerki. Maður er ekki eins yfirlýsingaglaður núna. Að sama skapi veit ég að við munum mæta og vera með sterkt lið og gefa hvaða liði sem er góðan leik.“

Talaði digurbarkalega og fékk það í bakið

Arnar gerir sér grein fyrir þeim kröfum sem stuðningsmenn félagsins og félagið sjálft gerir. Félagið vill vera meðal fjögurra bestu liða landsins.

„Þetta er stór klúbbur. Mér fannst ástæða til þess að tala svona í fyrra, þetta var digurbarkalega talað ég geri mér grein fyrir því og ég fékk það í bakið. En málið var bara að við vorum með gríðarlega öflugt lið. Vandamálið var hins vegar að þetta öfluga lið spilaði ekki nægilega marga leiki í fyrra.“

„Við fórum að missa móðinn þegar að það blés á móti okkur og þegar að það var snemma ljóst að við vorum ekki að fara gera okkur gildandi, hvorki í bikar né deild, þá misstu menn bitið sem þarf til að vera topplið. Vonandi læra menn af þessu.“

Viðtalið við Arnar og þátt 433.is í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Í gær

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Í gær

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi