fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
433Sport

Guðmundur nýtur lífsins í New York eftir brösuga byrjun – Æskudraumurinn á enn eftir að rætast

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. apríl 2021 21:35

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vorum að koma úr þriggja vikna æfingaferð í Flórída,“ sagði Guðmundur Þórarinsson, atvinnumaður í knattspyrnu, sem leikur fyrir New York City þar í landi. Knattspyrnan í Bandaríkjunum hefur verið í sókn síðustu ár og óhætt er að fullyrða að deildin hafi aldrei verið sterkari en akkúrat núna. Guðmundur gekk í raðir New York City fyrir ári síðan og upplifði stórborgina bara út um gluggann heima hjá sér til að byrja með, hann var varla lentur í New York þegar útgöngubann var sett á í fylkinu og þurfti Guðmundur að dúsa í hálftómri íbúð sinni í tæpa þrjá mánuði.

Gott ástand
Ástandið um tíma vegna COVID-19 var ansi slæmt í Bandaríkjunum, Guðmundur segir að allt horfi til betri vegar, en það sé þó mismunandi eftir fylkjum þar í landi. „Staðan er orðin mjög góð, miðað við fyrstu þrjá mánuðina mína þegar við vorum í útgöngubanni. Í Flórída er eins og öllum sé sama, það er enginn með grímu og allir hressir. Við sem lið fylgjum einhverjum reglum, við vorum samt mjög frjálsir. Við vorum á flottu svæði nálægt Orlando og vorum svo í tíu daga í Tampa sem er geðveikur staður, það var frjálslegt umhverfi. Hér í New York eru þessar reglur sem Íslendingar þekkja, þegar þú ferð út að borða eru það grímur. Þetta er orðið miklu betra, þeir bólusetja eins og vitleysingar hérna. Ég held að Biden hafi lofað því að vera búinn að bólusetja 200 milljónir fyrir 1. maí, það eru mjög margir sem ég þekki sem hafa verið bólusettir eða eru með mótefni,“ segir Guðmundur sem sjálfur fékk COVID í upphafi faraldursins og er bjartsýnn á blómlegt sumar í Bandaríkjunum.

„Eins og þetta lítur út fyrir sumarið er allt á réttri leið, fótboltinn og aðstaðan er geggjuð. Liðið og leikmennirnir sem ég er með, þetta er besta lið sem ég hef spilað með. Það voru frábær lið í Rosenborg og Norrköping en maður er kominn á annað stig hérna, þetta eru leikmenn frá Suður-Ameríku sem eru að spila með sínum landsliðum,“ sagði Guðmundur sem áður lék í Noregi og í Svíþjóð.

Getty Images

Fótboltinn á uppleið
Mikil bæting hefur átt sér stað í fótboltanum í Bandaríkjunum síðustu ár, liðið sem Guðmundur leikur með er vel mannað. „Þessi deild er miklu miklu betri en ég gerði mér kannski grein fyrir og aðrir gera sér grein fyrir. Það er fullt af geggjuðum fótboltaliðum, kannski er hægt að segja að Bandaríkjamaðurinn sé kominn styttra í fótboltalegri hugsun, en þetta eru vélar líkamlega. Líkamlega er deildin mjög langt komin, þetta er held ég betra en flestir gera sér grein fyrir. Fólk má alveg hætta að gera grín að fótboltanum hérna.“ Guðmundur var ánægður með uppskeruna á sínu fyrsta tímabili í MLS deildinni eins og hún heitir.

„Ég spilaði mjög vel það sem ég fékk að spila, ég er mjög stoltur af því hvernig það var við fáránlegar aðstæður í nýrri borg og með allt þetta COVID-dæmi. Mér fannst ég gera mjög vel, ég tók þátt í flestum leikjum og byrjaði marga. Í dag virðist ég vera kominn með stöðuna og hef gert eitthvað rétt,“ sagði Guðmundur, sem leikur sem vinstri bakvörður í þessu sterka liði.

Guðmundur í vináttulandsleiks en hann hefur ekki fengið tæikifæri í leikjum sem skipta máli.

Fær ekki tækifæri
Síðustu ár hefur umræðan um Guðmund í kringum íslenska landsliðið komið reglulega upp, hann hefur ekki fengið mörg tækifæri og aldrei verið í hópnum í leikjum sem skipta máli. Guðmundur hefur spilað með sterkum liðum og því hefur ítrekuð fjarvera hans vakið athygli. „Besta leiðin til að útskýra þetta er að það er æskudraumur að spila fyrir landsliðið, maður er keppnismaður. Ég er alltaf að komast lengra og lengra, ég vinn deildina og bikarinn í Noregi, ég spila að mínu viti með best spilandi liðinu í Svíþjóð á þeim tíma sem ég er þar. Núna er ég í sennilega besta umhverfinu í Bandaríkjunum, City Football Group sem á liðið. Ég er með frábæra leikmenn í kringum mig, auðvitað er þetta mjög spes þegar maður pælir í þessu. Ég pæli ekki jafn mikið í þessu eins og ég gerði, maður er að verða aðeins eldri og veit hvernig þetta virkar. Maður sættir sig samt aldrei við það að vera ekki í landsliðinu, sérstaklega þegar maður hefur eitthvað fram að færa,“ sagði Guðmundur.

„Þegar maður veit að maður hefur eitthvað fram að færa fyrir land og þjóð, þetta er sérstök blanda af tilfinningum. Maður vill að liðinu gangi vel en að sama skapi finnst manni það grátlegt að vera ekki þarna, maður veit hvað það er sérstök tilfinning að spila fyrir þjóðina. Þetta hefur áhrif á mann, þetta er það sem mann dreymdi um þegar maður var sex ára. Auðvitað vona ég að ég fái tækifærið, ég veit að ég hef eitthvað fram að færa. Þetta kennir manni helling, ég reyni frekar að halda í það að vera stoltur af því hvað ég hef náð langt án þess að hafa fengið tækifæri með landsliðinu. Eins og ég sé þetta hefur enginn annar íslenskur leikmaður í sögunni komist svona langt án þess að eiga alvöru landsleik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona er staðan í baráttunni um auka Meistaradeildarsætið – Mjótt á munum

Svona er staðan í baráttunni um auka Meistaradeildarsætið – Mjótt á munum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eftir röð hneyksla eignaðist hún sjötta barn knattspyrnumannsins á dögunum

Eftir röð hneyksla eignaðist hún sjötta barn knattspyrnumannsins á dögunum
433Sport
Í gær

Meistaradeildin: PSG og Dortmund sneru taflinu við og mætast í undanúrslitum

Meistaradeildin: PSG og Dortmund sneru taflinu við og mætast í undanúrslitum
433Sport
Í gær

Telja að þetta þurfi að breytast á Íslandi í kjölfar tíðindanna – „Þetta er bara eitthvað sem á heima í fortíðinni“

Telja að þetta þurfi að breytast á Íslandi í kjölfar tíðindanna – „Þetta er bara eitthvað sem á heima í fortíðinni“