fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Hafði drukkið tíu stóra bjóra og nokkur skot fyrir andlátið – „Ég man voðalega lítið eftir þessum degi“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 09:07

Aron Einar og Whittingham voru lengi liðsfélagar. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Whittingham fyrrum leikmaður Cardiff og Aston Villa lést fyrir tæpu ári síðan. Whittingham hafði verið á knæpu í Wales með vinum sínum þegar hann féll í stiganum og fékk þungt höfuðhögg. Whittingham lagði skóna á hilluna hjá Blackburn árið 2018 en hann spilaði yfir 400 deildarleiki fyrir Cardiff frá 2007 til 2017.

Whittingham hlaut alvarlegt höfuðhögg þann 7. mars árið 2020, hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dvaldi um nokkurt skeið. Whittingham var 35 ára gamall er hann lét lífið.

Málið er hjá dómstólum í Wales þessa dagana þar sem allt er rannsakað, þar kom fram að Whittingham hefði drukkið tíu stóra bjóra og nokkur skot áður en hann féll í stiganum.

Vinir Whittingham mættu í vitnaleiðslu og sögðu að hópurinn hefði verið að drekka allan daginn. „Ég veit ekki hvort að menn voru eitthvað að fíflast þarna á undan, það sem ég man er að hann féll og ég veit ekki hvernig það gerðist,“ sagði Ryan Taylor vinur Whittingham.

„Ég var fyrstur til að koma að honum, ég bauð honum hönd mína og hélt að hann myndi bara standa upp. Þegar ég leit betur á hann sá ég að hann hreyfðist ekki og að það var eitthvað mikið að.“

Í vitnaleiðslum kom fram að Whittingham hefði skömmu áður verið í gannislag við mág sinn. „Ég veit ekkert hvað gerðist við Peter, ég man voðalega lítið eftir þessum degi,“ sagði Robert Williams.

Lögreglan gaf skýrslu um málið, hann sagði að á myndavélum kæmi fram að skömmu fyrir fallið hafi Whittingham verið í gannislag við vini sína. Andlátið var úrskurðað sem slys, ekkert annað kom fram í rannsókn lögreglu. „Í gannislag við vini sína og ættingja virðist hann hafa misst jafnvægi og fallið á hurð sem opnaðist og svo fór hann niður stigann,“ sagði lögreglumaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum