fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Móðir Ronaldinho fallin frá eftir baráttu við Covid-19

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dona Miguelina, móðir brasilísku knattspyrnugoðsagnarinnar Ronaldinho, er látin eftir erfiða baráttu við Covid-19 sjúkdóminn.

Hún hafði verið lögð inn á Mae de Deus spítalann í Porto Alegre í desember og náði sér ekki eftir að hafa greinst með veiruna. Hún lést síðan á laugardaginn.

Ronaldinho er einn dáðasti knattspyrnuleikmaður í sögu Barcelona og lék einnig með liðum á borð við AC Milan, PSG og Atletico Mineiro í heimalandi sínu Brasilíu. Félagið sendi Ronaldinho hjartnæma samúðarkveðju á samfélagsmiðlinum Twitter í dag.

„Atletico Mineiro fjölskyldan syrgir og deilir sorgarstund með átrúnaðargoði félagsins. Megi guð taka þér með opnum örmum og veita syrgjendum stuðning. Hvíldu í friði, Dona Miguelina,“ stóð í samúðarkveðju frá Atletico Mineiro.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hartman í Val

Hartman í Val