fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
433Sport

Stórstjarna að sturta öllu í klósettið – Háður pillum og áfengi

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 21:08

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnustjarna á Englandi er háð svefntöflum og notar þær ítrekað með áfengi, frá þessu greinir enska blaðið The Sun og hefur eftir heimildarmanni sínum. Ekki er greint frá nafni mannsins.

Þessi stjarna í ensku úrvalsdeildinni er frá Englandi en hann kaupir Zopiclone svefntöflur á svörtum markaði, í frétt um þetta segir að hann taki töflurnar daglega. Vinir mannsins hafa verulegar áhyggjur af knattspyrnustjörnunni og hafa ráðlagt honum að leita sér hjálpar, áður en hann sturtar ferli sínum í klósettið.

Maðurinn sem er sagður eiga í vandræðum innan vallar vegna lífsstílsins utan vallar, segir vinum sínum að pillurnar komi ekki fram á lyfjaprófi deildarinnar. Hann komist í vímu af þeim þegar hann neytir áfengis.

„Ég horfði á hann gleypa Zopiclone á meðan hann var að drekka. Hann henti tómum pakka af þessum pillum á gólfið, það sáu þetta allir,“ segir heimildarmaður The Sun, hann hefur haldið nokkur partý nú þegar útgöngubann er í Bretlandi.

„Ég trúði þessu ekki og snéri mér að vini mínum sem spilar með honum. Vinir hans og liðsfélagar hafa verulegar áhyggjur, hann er háður þessum töflum.“

Heimildarmaðurinn segir að töflurnar og áfengi komi leikmanninum í vímu. „Honum líður vel með sjálfan sig, næsta dag er hann orkulaus og getur ekki staðið sig á æfingu. Hann tekur töflurnar á hverjum degi og er ekki á góðum stað.“

Heimildarmaðurinn segir frá gleðskap sem hann fór í hjá þessum umrædda leikmanni, símar voru teknir af öllum áður gengið var inn í húsið og var ekki hægt að fá hann fyrr en gleðskapurinn var á enda.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfðu á sjónvarpsþátt 433 hérna – Guðni Bergsson ræðir málefni líðandi stundar

Horfðu á sjónvarpsþátt 433 hérna – Guðni Bergsson ræðir málefni líðandi stundar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tuchel: „Á heildina litið áttum við skilið að sigra Porto“

Tuchel: „Á heildina litið áttum við skilið að sigra Porto“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmenn Leicester mjög reiðir út í partýstand liðsfélaga sinna sem munu fá kaldar móttökur

Leikmenn Leicester mjög reiðir út í partýstand liðsfélaga sinna sem munu fá kaldar móttökur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liðsmynd Barcelona vekur mikla athygli – Bættu við leikmanni með Photoshop og leynd skilaboð til Neymars?

Liðsmynd Barcelona vekur mikla athygli – Bættu við leikmanni með Photoshop og leynd skilaboð til Neymars?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United vonast eftir Varane á útsöluverði í sumar

United vonast eftir Varane á útsöluverði í sumar
433Sport
Í gær

Margir reiðir yfir ósamræmi í reglum Svandísar og Þórólfs – „Þórólfur er bara að endurnýta gömul skjöl“

Margir reiðir yfir ósamræmi í reglum Svandísar og Þórólfs – „Þórólfur er bara að endurnýta gömul skjöl“