fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
433Sport

Aguero hefur ekki hugmynd um hvað gerist í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 09:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Aguero framherji Manchester hefur ekki hugmynd um hvað gerist hjá honum í sumar og hvort hann verði áfram hjá félaginu.

Aguoer er frjálst að ræða við félög utan Englands í dag þar sem samningur hans við City er á enda í sumar.

Framherjinn knái frá Argentínu er 32 ára gamall og hefur raðað inn mörkum fyrir City í tíu ár. Hann hefur hins vegar mikið misst út á þessu tímabili vegna meiðsla.

„Ég veit ekki hvað ég geri eftir tímabilið, ég hef ekki hugmynd. Ég verð að sjá til,“ sagði Aguero.

City hefur ekki sest niður með Aguero og boðið honum nýjan samning en Barcelona er sagt hafa áhuga á því að fá hann frítt.

Aguero er með 260 þúsund pund á viku hjá City en hann er markahæsti leikmaður í sögu Manchester City með 256 mörk.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ronaldo birti mynd af sér berum að ofan til að sanna að allt sé í toppstandi

Ronaldo birti mynd af sér berum að ofan til að sanna að allt sé í toppstandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Höfðinginn valdi þá fimm bestu á Íslandi – „Ha?“

Höfðinginn valdi þá fimm bestu á Íslandi – „Ha?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Heimtar 5,2 milljarða í árslaun

Heimtar 5,2 milljarða í árslaun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Högg í maga Arsenal

Högg í maga Arsenal
433Sport
Í gær

Klopp pressar á Van Dijk að fara ekki á EM í sumar

Klopp pressar á Van Dijk að fara ekki á EM í sumar
433Sport
Í gær

Arnar fagnar auknu starfsöryggi: „Ég má nánast gera það sem ég vil hérna“

Arnar fagnar auknu starfsöryggi: „Ég má nánast gera það sem ég vil hérna“