Fimmtudagur 25.febrúar 2021
433Sport

Fanney sögð vera með bitlausa hnífa á lofti: „Konur mega ekki vinna of mikið ef þær telja sig ráða við það“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 11:43

Fanney Birna og Elísabet

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ahh konur mega ekki vinna of mikið ef þær telja sig ráða við það. Þær eru með börn og eldhús og prjón og alls konar sem þær prioritizea framar mikilli vinnu. Gott gott KSÍ,“ skrifar Fanney Birna Jónsdóttir, fréttakona á RÚV um málefni kvennalandsliðsins.

Elísabet Gunnarsdóttir, verður ekki næsti landsliðsþjálfari kvenna og er það ástæða þess að Fanney stingur niður penna um málið. Elísabet fær ekki starfið sökum þess að KSÍ vill hafa þjálfara sína í fullu starfi, það hefur verið krafa hjá sambandinu síðustu ár.

Elísabet vildi ekki láta af störfum hjá Kristianstad í Svíþjóð til að taka við landsliðinu og því leitar KSÍ á önnur mið þegar nýr A-landsliðsþjálfari kvenna verður ráðinn. Fanney Birna var hörð á því að KSÍ hefði átti að breyta áherslum sínum og sagði meðal annars. „Hún er besti kosturinn í stöðunni, ready and able, og fyrir þessu vali er tímabundin hindrun. Figure it out,“ skrifaði Fanney.

Margir svara skrifum Fanneyjar en hún segir að það hefði verið hægt að finna lausn. „Útúrsnúningurinn er að kalla þetta “hlutastarf” þegar konan þarf bara að klára skuldbindingar sínar annars staðar tímabundið. Ekki eins og hún hafi bara ætlað að gera þetta eitthvað á kantinum til frambúðar. Konur þurfa bara að vera duglegri… en fá það ekki einu sinni.“

Guðni Bergsson, formaður KSÍ

Vildu ekki hverfa aftur til fortíðar:

KSÍ vildi fá Elísabetu til starfa árið 2018 áður en Jón Þór Hauksson var ráðinn til starfa. Hún vildi þá  áfram starfa í Svíþjóð. Nú þegar henni bauðst starfið á nýjan leik, þá gat hún ekki sagt upp störfum í Svíþjóð. „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða. „Við vorum á endanum ekki tilbúin að taka skrefið til baka og gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi. Um það snýst þetta mál. Það eru nokkur ár síðan að þetta starf var gert að fullu starfi,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ við Vísir.is um málið.

Rætt var um málið í hlaðvarpsþættinum, Dr. Football. „Það er krafa frá KSÍ að vera með A-landsliðs þjálfara karla og kvenna í fullu starfi, ef Guðni Bergsson hefði ráðið Ólaf Kristjánsson sem A-landsliðsþjálfara í desember. Þá hefði Ólafur aldrei átt neinn kost á því að halda áfram með Esbjerg,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson um málið.

Kristján telur að sömu kröfur verði að gilda um þjálfara karla og kvennalandsliðsins, þannig sagði Eiður Smári Guðjohnsen starfi sínu hjá FH lausu til að verða aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. „Ef að kröfurnar eru öðruvísi kvennamegin, þá færi grátkórinn af stað,“ sagði Kristján.

Hjörvar Hafliðason blandaði sér í málið og sagði ummæli Fanneyjar bitlaus. „Starfsmaður Ríkissjónvarpsins fór að reyna að hjóla í þetta. það voru bitlausir hnífar, þú getur reynt að reka hnífa í Guðna en þarna er hann með allt á hreinu. Hann er að fylgja sinni sannfæringu og var sannfærandi í sínu máli, Elísabet fær þetta einn daginn.“

Líklegast er að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks taki starfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru þeir tíu verðmætustu í heimi

Þetta eru þeir tíu verðmætustu í heimi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sérhannaðir skór með Skósveinum vekja mikla athygli

Sérhannaðir skór með Skósveinum vekja mikla athygli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Draumur Arons er endurkoma í landslið Bandaríkjanna – „Fékk fjár­hags­lega góð til­boð sem ég hafnaði“

Draumur Arons er endurkoma í landslið Bandaríkjanna – „Fékk fjár­hags­lega góð til­boð sem ég hafnaði“
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Manchester City hafði betur gegn Gladbach – Real Madrid lenti í vandræðum með Atalanta

Meistaradeild Evrópu: Manchester City hafði betur gegn Gladbach – Real Madrid lenti í vandræðum með Atalanta
433Sport
Í gær

Segir Guardiola hafa brotið sjálfstraust sitt – „Þetta drap mig“

Segir Guardiola hafa brotið sjálfstraust sitt – „Þetta drap mig“
433Sport
Í gær

Solskjær í góðu sambandi við Haaland – „Við sjáum hvað gerist“

Solskjær í góðu sambandi við Haaland – „Við sjáum hvað gerist“