fbpx
Fimmtudagur 15.apríl 2021
433Sport

Óvænt vinátta Conor McGregor og Kieran Tierney – „Hann er stórkostlegur knattspyrnumaður“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bardagakappinn Conor McGregor og vinstri bakvörðurinn Kieran Tierney, leikmaður Arsenal, eru miklir mátar þrátt fyrir mismunandi áherslur hvað frægð og frama varðar.

Conor McGregor er stærsta nafnið í bardagaheiminum. Hann nýtir hvert einasta tækifæri í sviðsljósinu, er með vélbyssukjaft og hikar ekki við að láta andstæðinginn heyra það.

Kieran Tierney, leikmaður Arsenal er lítið fyrir frægðina, hlédrægur, en skilur allt eftir inn á vellinum. Áður en Tierney gekk til liðs við Arsenal var hann á mála hjá Celtic, það var þar sem tenging náðist milli hans og Conor McGregor en bardagakappinn er stuðningsmaður liðsins.

Conor í treyjunni sem Tierney gaf honum

Félagarnir hittust fyrst á UFC bardagakvöldi sem var haldið í Belfast á Írlandi, þar fengu þeir tækifæri til þess að spjalla saman urðu mestu mátar. Tierney sendi McGregor meðal annars áritaða Celtic treyju.

McGregor hefur áður sagt í viðtali að Tierney sé hans uppáhalds leikmaður, það var fljótlega eftir að Tierney hafði skrifað undir samning við Arsenal.

„Það er ungur strákur að nafni Kieran Tierney, hann var fyrirliði Celtic og spilar nú fyrir Arsenal. Hann hefur verið mikill stuðningsmaður minn og hann er stórkostlegur knattspyrnumaður,“ sagði Conor McGregor, aðspurður um það hver væri hans uppáhalds knattspyrnumaður.

McGregor er stærsta nafnið í bardagaheiminum / GettyImages

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Engin smit í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lagerback á beinni línu hjá Áslaugu Örnu í dag

Lagerback á beinni línu hjá Áslaugu Örnu í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bjartsýnn á að málin fari að skýrast með Laugardalsvöll sem sé barn síns tíma og „Takmarki möguleika okkar á að komast á stórmót“

Bjartsýnn á að málin fari að skýrast með Laugardalsvöll sem sé barn síns tíma og „Takmarki möguleika okkar á að komast á stórmót“
433Sport
Í gær

Svandís fór ekki eftir öllum tillögum Þórólfs – „Það er ekkert við því að segja“

Svandís fór ekki eftir öllum tillögum Þórólfs – „Það er ekkert við því að segja“
433Sport
Í gær

Klopp biðst afsökunar en segir málið vera storm í vatnsglasi

Klopp biðst afsökunar en segir málið vera storm í vatnsglasi
433Sport
Í gær

Flugeldasýning í alla nótt til að trufla svefn fyrir átök dagsins

Flugeldasýning í alla nótt til að trufla svefn fyrir átök dagsins
433Sport
Í gær

Eftir erfiða tíma eru Rússar agndofa eftir þessar brellur Arnórs Sig

Eftir erfiða tíma eru Rússar agndofa eftir þessar brellur Arnórs Sig