fbpx
Fimmtudagur 15.apríl 2021
433Sport

Hjörvar skoðar lífsstíl knattspyrnumanna – Þessir skór Andra kosta um hálfa milljón

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíska og fótbolti eru ekki kannski ekki orð sem tala saman en atvinnumenn í knattspyrnu eru oftar en ekki fyrirmyndir fyrir unga krakka.

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football hefur verið að ræða um fötin, skóna og úrin sem íslenskir atvinnumenn eru að vinna með.

„Það er mikill áhugi finn ég á þessu, Dr. Football er frábær fyrirmynd. Það eru margir ungir að hlusta, þeir hafa áhuga á hlutum sem Dr. Football hefur ekki beint áhuga á. Þeir eru mikið að velta fyrir sér lífsstíl ungra leikmanna, þeir búa einir út í heimi og hafa gaman af lífinu. Ég styð það,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þætti sínum í dag.

Hjörvar fór svo að ræða um skó sem landsliðsmaðurinn, Andri Fannar Baldursson skartar á Instagram. Andri Fannar spilar með Bolgona í efstu deild á Ítalíu.

„Einn af tískuráðgjöfum Dr. Football hafði samband við mig. Það er mynd af Andra Fannari Baldurssyni í Off White Air Force One Nike skóm, þú getur ekki fengið þá nema að eiga online raffle,“ sagði Hjörvar í þættinum.

Skóna hans Andra má sjá hér að neðan.

Hjörvar greindi svo frá því að skórnir sem Andri skartar kosti hálfa milljón.

„Veistu hvað svona skór kosta? Ef þú hefðir keypt þá nýja þá hefði það verið fjárfesting ævi þinnar, þetta eru um 3 þúsund dollarar. Það er hálf milljón, bara strigaskór.

Hjörvar segir eina reglu vera í þessum bransa. „Það sem skiptir máli í þessum bransa er að geyma kassann, þú verður að passa upp á þetta.“

Skórnir sem kosta hálfa milljón.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Klopp biðst afsökunar en segir málið vera storm í vatnsglasi

Klopp biðst afsökunar en segir málið vera storm í vatnsglasi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Efast um vegferðina og segir að Gylfi myndi ekki kveikja í stóru strákunum

Efast um vegferðina og segir að Gylfi myndi ekki kveikja í stóru strákunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eftir erfiða tíma eru Rússar agndofa eftir þessar brellur Arnórs Sig

Eftir erfiða tíma eru Rússar agndofa eftir þessar brellur Arnórs Sig
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu kostulegt atvik í kvennaboltanum í gær

Sjáðu kostulegt atvik í kvennaboltanum í gær
433Sport
Í gær

Áhorfendur leyfðir á íþróttaleikjum – 100 manns mega mæta

Áhorfendur leyfðir á íþróttaleikjum – 100 manns mega mæta
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Byrjunarlið kvöldsins klár – Kemst Chelsea í undanúrslit? – Ná Evrópumeistararnir að stöðva Mbappe?

Meistaradeild Evrópu: Byrjunarlið kvöldsins klár – Kemst Chelsea í undanúrslit? – Ná Evrópumeistararnir að stöðva Mbappe?