fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Raggi Sig seldur til Úkraínu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 11:35

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson miðvörður íslenska landsliðsins hefur verið seldur frá FC Kaupmannahöfn til Rukh Lviv í Úkraínu. Frá þessu segja danskir fjölmiðlar.

Samningur Ragnars við FCK átti að renna út næsta sumar en hann heldur nú í úrvalsdeildina í Úkraínu.

Ragnar var í annað sinn á ferli sínum í herbúðum FCK en hann gekk í raðir félagsins fyrir tæpu ári síðan.

Ragnar sem er 34 ára gamall lék áður með Krasnodar og Rostov í Rússlandi en að auki lék hann með Fulham í næst efstu deild Englands.

Rukh Lviv er í tólfta sæti í úrvalsdeildinni í Úkraínu af 14 liðum, liðið er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður