fbpx
Sunnudagur 24.janúar 2021
433Sport

Lygileg saga: Reyndi við stelpur á Instagram til að nálgast áskrift að enska boltanum

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 21:00

Maðurinn vildi ólmur horfa á enska boltann á BT Sport / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður fór nokkuð óhefðbundnar leiðir til þess að verða sér út um aðgang að enska boltanum á BT Sport. Fjölmargar konur hafa nú deilt reynslu sinni af samskiptum við manninn í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram.

Það er ekki óalgengt að heilu stórfjölskyldurnar deili sama aðgangi að streymisveitum á borð við Netflix eða Spotify. Þessi einstaklingur hélt hins vegar á Instagram með það markmið að verða sér úti um aðgang að enska boltanum.

Karlmaðurinn taldi sig vera með skothelda áætlun. Heilla dömurnar upp úr skónum og koma síðan í kjölfarið með stóru spurninguna. Hér fyrir neðan má finna dæmi úr skjáskoti af samskiptum mannsins við konu á stefnumótaforriti.

KK: „Þú lítur stórkostlega út!“

KVK: „Awww takk fyrir“

KK: „Ég held að ég gæti ekki haldið höndunum að mér… Ég veit að þetta er handahófskennt en ertu nokkuð með aðgang að BT Sport sem ég mætti nota? Ég vil horfa á boltann, værir algjör bjargvættur ef þú gerðir það.“

Þessi kostulegu samskipti voru bara ein af þeim mörgu tilraunum sem maðurinn reyndi til þess að verða sér úti um aðgang að BT Sport í gegnum samskipti á stefnumótaforriti.

Nú hefur komið á daginn að maðurinn hefur reynt þetta í nokkur skipti og eru konur í Bretlandi að deila reynslu sinni af samskiptum við hann á Twitter.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal hugsa Willian þegjandi þörfina – Skelfileg tölfræði

Stuðningsmenn Arsenal hugsa Willian þegjandi þörfina – Skelfileg tölfræði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United og Liverpool mætast í enska bikarnum á morgun – Rifjar upp þegar hann fór blóðugur af velli

Manchester United og Liverpool mætast í enska bikarnum á morgun – Rifjar upp þegar hann fór blóðugur af velli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Samdi við draumafélagið og mun veita Rúnari harða samkeppni – Slær strax í gegn hjá stuðningsmönnum liðsins

Samdi við draumafélagið og mun veita Rúnari harða samkeppni – Slær strax í gegn hjá stuðningsmönnum liðsins
433Sport
Í gær

Mögnuð tölfræði Neymar með PSG – Spilaði sinn hundraðasta leik í gær

Mögnuð tölfræði Neymar með PSG – Spilaði sinn hundraðasta leik í gær
433Sport
Í gær

Tvö mörk frá Haaland dugðu ekki fyrir Dortmund

Tvö mörk frá Haaland dugðu ekki fyrir Dortmund
433Sport
Í gær

Reykjavíkurmótið – Valur fór illa með KR

Reykjavíkurmótið – Valur fór illa með KR