fbpx
Sunnudagur 25.október 2020
433Sport

Sindri brjálaðist eftir „draugamarkið“ í Keflavík og reyndi að kasta boltanum í dómarann

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. september 2020 11:09

Skjáskot/Stöð2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavík sigraði Eyjamenn í Lengjudeildini í gær og styrkti þar með stöðu sína á toppi deildarinnar. Í Keflavík skoruðu heimamenn fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu. Þar var að verki Davíð Jóhannsson. Gary Martin jafnaði fyrir Eyjamenn á 41. mínútu og staðan því jöfn í hálfleik.

Sjáðu atvikið af Stöð2 Sport hérna.

Keflavík komst yfir á 50. mínútu með marki frá Sindra Guðmundssyni. Frans Elvarsson jók mun heimamanna með marki úr vítaspyrnu á 64. mínútu og róðurinn orðinn þungur fyrir ÍBV. Fleiri urðu mörkin ekki. Eyjamenn eru í fimmta sæti með 30 stig og Keflavík í því fyrsta með 40 stig.

Keflvíkingar voru mjög óhressir með að mark Gary Martin skildi standa og eru öruggir á því að boltinn hafi aldrei farið inn.

Atvikið á Stöð2 Sport vakti mikla athygli og sérstaklega þegar Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur missti stjórn á sér. Sindri tók boltann og grýtti honum í átt að aðstoðardómaranum sem taldi boltann hafa farið inn.

Birkir Sigurðarson hljóp að miðlínu og kom sér þannig frá því að fá boltann í sig sem Sindri kastaði í reiðikasti í átt að honum.

Atvikið má sjá hér að neðan eftir eftir 1:15 í myndbandinu en einnig má sjá það með því að smella hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City