fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Víðir rýnir í stöðu Gylfa Þórs í Bítlaborginni: „Hann virkar helmingi léttari“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 08:26

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson hefur byrjað á meðal varamanna í öllum þremur leikjum Everton í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili. James Rodrígu­ez, All­an, André Gomes og Abdoulaye Doucou­ré virðast eins og staðan er allir á undan Gylfa í röð Carlo Ancelotti.

Gylfi hefur komið við sögu í öllum leikjum og byrjað tvo leiki í deildarbikarnum. Víðir Sigurðsson, einn fremsti íþróttablaðamður í sögu Íslands hefur ekki áhyggjur af stöðu Gylfa. „Eft­ir að hafa fylgst með Gylfa Þór Sig­urðssyni í fyrstu leikj­um Evert­on á ný­byrjuðu tíma­bili í enska fót­bolt­an­um hef ég ekki minnstu áhyggj­ur af fram­gangi hans í vet­ur,“ segir Víðir um stöðu Gylfa.

Gylfi er að hefja sitt fjórða tímabil hjá Everton og á tvö ár eftir af samningi sínum. „Hann hef­ur komið inná fyrst­ur vara­manna liðsins í leikj­un­um til þessa og und­an­tekn­ing­ar­laust staðið sig prýðilega þann tíma sem hann hef­ur spilað. Inn á milli hef­ur hann síðan spilað leik­ina í deilda­bik­arn­um og verið þar fyr­irliði liðsins,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið í dag um stöðu Gylfa.

Víðir segist sjá mikinn mun á formi Gylfa þessa dagana. „Gylfi er aug­ljós­lega í mun betra formi en á síðasta tíma­bili, hann virk­ar helm­ingi létt­ari og minn­ir núna á sjálf­an sig á bestu tíma­bil­un­um með Sw­an­sea og ís­lenska landsliðinu.“

Víðir telur að tækifæri Gylfa í deildinni í byrjunarliði komi fyrr en varir. „Það mun skila hon­um á ný inn í byrj­un­arliðið fyrr en var­ir,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Í gær

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu