fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
433Sport

Víðir rýnir í stöðu Gylfa Þórs í Bítlaborginni: „Hann virkar helmingi léttari“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 08:26

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson hefur byrjað á meðal varamanna í öllum þremur leikjum Everton í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili. James Rodrígu­ez, All­an, André Gomes og Abdoulaye Doucou­ré virðast eins og staðan er allir á undan Gylfa í röð Carlo Ancelotti.

Gylfi hefur komið við sögu í öllum leikjum og byrjað tvo leiki í deildarbikarnum. Víðir Sigurðsson, einn fremsti íþróttablaðamður í sögu Íslands hefur ekki áhyggjur af stöðu Gylfa. „Eft­ir að hafa fylgst með Gylfa Þór Sig­urðssyni í fyrstu leikj­um Evert­on á ný­byrjuðu tíma­bili í enska fót­bolt­an­um hef ég ekki minnstu áhyggj­ur af fram­gangi hans í vet­ur,“ segir Víðir um stöðu Gylfa.

Gylfi er að hefja sitt fjórða tímabil hjá Everton og á tvö ár eftir af samningi sínum. „Hann hef­ur komið inná fyrst­ur vara­manna liðsins í leikj­un­um til þessa og und­an­tekn­ing­ar­laust staðið sig prýðilega þann tíma sem hann hef­ur spilað. Inn á milli hef­ur hann síðan spilað leik­ina í deilda­bik­arn­um og verið þar fyr­irliði liðsins,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið í dag um stöðu Gylfa.

Víðir segist sjá mikinn mun á formi Gylfa þessa dagana. „Gylfi er aug­ljós­lega í mun betra formi en á síðasta tíma­bili, hann virk­ar helm­ingi létt­ari og minn­ir núna á sjálf­an sig á bestu tíma­bil­un­um með Sw­an­sea og ís­lenska landsliðinu.“

Víðir telur að tækifæri Gylfa í deildinni í byrjunarliði komi fyrr en varir. „Það mun skila hon­um á ný inn í byrj­un­arliðið fyrr en var­ir,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrsta stig Burnley kom í markalausu jafntefli

Fyrsta stig Burnley kom í markalausu jafntefli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Klopp?

Enn eitt áfallið fyrir Klopp?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney ekki með veiruna en brjálaður yfir því að þurfa að fara í sóttkví

Rooney ekki með veiruna en brjálaður yfir því að þurfa að fara í sóttkví
433Sport
Í gær

Þórólfur svaraði fyrir ákvörðun sem vekur furðu margra: „Við erum að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun“

Þórólfur svaraði fyrir ákvörðun sem vekur furðu margra: „Við erum að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun“
433Sport
Í gær

Reiður eftir subbulega orðaskipti – „Farðu og eigðu við sjálfan þig tíkarsonur“

Reiður eftir subbulega orðaskipti – „Farðu og eigðu við sjálfan þig tíkarsonur“
433Sport
Í gær

Segir að samkeppnin hafi breytt honum í skrímsli – „Ég varð líkamlega veikur“

Segir að samkeppnin hafi breytt honum í skrímsli – „Ég varð líkamlega veikur“
433Sport
Í gær

Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í jafntefli

Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í jafntefli
433Sport
Í gær

Ísak Bergmann með stoðsendingu í sigri

Ísak Bergmann með stoðsendingu í sigri