fbpx
Fimmtudagur 29.október 2020
433

Sólon Breki með þrennu í stórsigri

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 29. september 2020 18:56

Mynd: Leiknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir Fáskrúðsfirði tók á móti Leikni frá Reykjavík í Lengjudeildinni í kvöld. Liðin eru á sitthvorum enda deildarinnar. Leiknir R. er í öðru sæti í baráttu um laust sæti í efstu deild á meðan Leiknir F. berst fyrir lífi sínu í næst neðsta sæti deildarinnar.

Gestirnir voru með einstefnu að marki heimamanna. Fyrsta mark leiksins kom á 13. mínútu. Þar var að verki Sólon Breki Leifsson sem kom boltanum fram hjá markverði heimamanna. Sólon skoraði sitt annað mark í leiknum á 27. mínútu. Á 34. mínútu náðu gestirnir þriggja marka forystu með marki frá Sævari Atla Magnússyni.

Sólon skoraði sitt þriðja mark og fjórða mark Leiknis R. á 37. mínútu. Í lok fyrri hálfleiks skoraði Máni Austmann Hilmarsson fimmta mark gestanna. Heimamenn þurftu kraftaverk til að koma til baka í síðari hálfleik.

Kraftaverk var það ekki og gestirnir bættu við sínu sjötta marki á 68. mínútu. Það var Sævar Atli Magnússon sem skoraði sitt annað mark í leiknum. Birkir Björnsson kláraði leikinn fyrir Leikni R. með marki á 88. mínútu.

Stórsigur hjá Leikni R. sem eiga góða möguleika á sæti í efstu deild. Þeir sitja í öðru sæti með 39 stig, einu minna en topplið Keflavíkur. Leiknir F. er aftur á móti í næst neðsta sæti og þurfa nauðsynlega á stigum að halda til að halda sér í Lengjudeildinni.

Leiknir F. 0 – 6 Leiknir R.

0-1 Sólon Breki Leifsson (13′)
0-2 Sólon Breki Leifsson (27′)
0-3 Sævar Atli Magnússon (34′)
0-4 Sólon Breki Leifsson (37′)
0-5 Máni Austmann Hilmarsson (44′)
0-6 Sævar Atli Magnússon (68′)
0-7 Birkir Björnsson (88′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Geta tekið á móti 23.500 áhorfendum

Geta tekið á móti 23.500 áhorfendum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Bestu pör sögunnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjón er sögu ríkari – Sjáðu hvernig Thierry Henry er á hliðarlínunni

Sjón er sögu ríkari – Sjáðu hvernig Thierry Henry er á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lét rífa húsið og byggir lúxus höll eftir að launahækkunin datt í gegn

Lét rífa húsið og byggir lúxus höll eftir að launahækkunin datt í gegn
433
Fyrir 14 klukkutímum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 90 milljónir í pottinum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 90 milljónir í pottinum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafnar því að hafa verið að senda skilaboð á stúlku undir lögaldri

Hafnar því að hafa verið að senda skilaboð á stúlku undir lögaldri
433Sport
Í gær

Hvernig Íslendingurinn fór í bol sinn fyrir framan milljónir manna vekur athygli: „He’s from Sandgerði, great place“

Hvernig Íslendingurinn fór í bol sinn fyrir framan milljónir manna vekur athygli: „He’s from Sandgerði, great place“
433Sport
Í gær

Mikael spilaði í tapi gegn Liverpool – Ótrúleg endurkoma Real Madrid

Mikael spilaði í tapi gegn Liverpool – Ótrúleg endurkoma Real Madrid