fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Sólon Breki með þrennu í stórsigri

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 29. september 2020 18:56

Mynd: Leiknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir Fáskrúðsfirði tók á móti Leikni frá Reykjavík í Lengjudeildinni í kvöld. Liðin eru á sitthvorum enda deildarinnar. Leiknir R. er í öðru sæti í baráttu um laust sæti í efstu deild á meðan Leiknir F. berst fyrir lífi sínu í næst neðsta sæti deildarinnar.

Gestirnir voru með einstefnu að marki heimamanna. Fyrsta mark leiksins kom á 13. mínútu. Þar var að verki Sólon Breki Leifsson sem kom boltanum fram hjá markverði heimamanna. Sólon skoraði sitt annað mark í leiknum á 27. mínútu. Á 34. mínútu náðu gestirnir þriggja marka forystu með marki frá Sævari Atla Magnússyni.

Sólon skoraði sitt þriðja mark og fjórða mark Leiknis R. á 37. mínútu. Í lok fyrri hálfleiks skoraði Máni Austmann Hilmarsson fimmta mark gestanna. Heimamenn þurftu kraftaverk til að koma til baka í síðari hálfleik.

Kraftaverk var það ekki og gestirnir bættu við sínu sjötta marki á 68. mínútu. Það var Sævar Atli Magnússon sem skoraði sitt annað mark í leiknum. Birkir Björnsson kláraði leikinn fyrir Leikni R. með marki á 88. mínútu.

Stórsigur hjá Leikni R. sem eiga góða möguleika á sæti í efstu deild. Þeir sitja í öðru sæti með 39 stig, einu minna en topplið Keflavíkur. Leiknir F. er aftur á móti í næst neðsta sæti og þurfa nauðsynlega á stigum að halda til að halda sér í Lengjudeildinni.

Leiknir F. 0 – 6 Leiknir R.

0-1 Sólon Breki Leifsson (13′)
0-2 Sólon Breki Leifsson (27′)
0-3 Sævar Atli Magnússon (34′)
0-4 Sólon Breki Leifsson (37′)
0-5 Máni Austmann Hilmarsson (44′)
0-6 Sævar Atli Magnússon (68′)
0-7 Birkir Björnsson (88′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur