fbpx
Föstudagur 30.október 2020
433Sport

Öskraði á Eyjamenn í kvöld en þorði ekki að ræða málin við Gary – „Eins og tík“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavík sigraði Eyjamenn í Lengjudeildini í dag og styrkti þar með stöðu sína á toppi deildarinnar. Í Keflavík skoruðu heimamenn fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu. Þar var að verki Davíð Jóhannsson. Gary Martin jafnaði fyrir Eyjamenn á 41. mínútu og staðan því jöfn í hálfleik.

Keflavík komst yfir á 50. mínútu með marki frá Sindra Guðmundssyni. Frans Elvarsson jók mun heimamanna með marki úr vítaspyrnu á 64. mínútu og róðurinn orðinn þungur fyrir ÍBV. Fleiri urðu mörkin ekki. Eyjamenn eru í fimmta sæti með 30 stig og Keflavík í því fyrsta með 40 stig.

Eftir leik var hasar en Gary Martin sóknarmaður ÍBV greinir frá því á Twitter. Í samtali við blaðamann sagði hann að leikmaður Keflavíkur hefði öskrað inn í klefa ÍBV að leik loknum, það voru Eyjamenn ósáttir við.

Guðmundur Auðunn stuðningsmaður Keflavík bauð Gary til Keflavíkur eftir tímabilið en allt stefnir í að Keflavík fari upp í efstu deild.

„Nei takk, það eru leikmenn þarna sem kunna ekki að bera virðingu, þeir öskra eitthvað um mig inn í klefa og hlaupa svo í burtu og þora ekki að koma út,“ skrifar Gary um málið á Twitter í kvöld.

„Einn leikmaður Keflavíkur öskraði eins og tík og hljóp svo inn í klefa og þorði ekki að mæta út þegar ég vildi tala við hann.“

Framherjinn frá Darlington er líklega á förum frá ÍBV en hann hafði greint frá því að hann hugðist ekki spila áfram með liðinu ef það kæmist ekki upp í efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Goðsögn horfði spennt á Rúnar

Goðsögn horfði spennt á Rúnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert með tvennu í stórsigri – Rúnar hélt hreinu

Albert með tvennu í stórsigri – Rúnar hélt hreinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sá Giggs í fyrsta skiptið og ákvað að kýla hann hressilega

Sá Giggs í fyrsta skiptið og ákvað að kýla hann hressilega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Egypti að kaupa Jóhann Berg og félaga

Egypti að kaupa Jóhann Berg og félaga
433Sport
Í gær

Leikmaður Manchester United greindur með Covid-19

Leikmaður Manchester United greindur með Covid-19
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Rashford með þrennu í sigri United – Barcelona vann Juventus

Meistaradeild Evrópu: Rashford með þrennu í sigri United – Barcelona vann Juventus