fbpx
Laugardagur 31.október 2020
433Sport

Liverpool með endurkomusigur gegn Arsenal

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 28. september 2020 20:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool vann sannfærandi 3-1 sigur á Arsenal í stórleik 3. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn fór fram á Anfield í Liverpool.

Liverpool var sterkari aðilinn í leiknum en það var Arsenal sem skoraði fyrsta mark leiksins. Alexandre Lacazette kom þeim yfir á 25. mínútu.

Leikmenn Liverpool voru hins vegar fljótir að svara fyrir sig. Sadio Mané jafnaði leikinn á 28. mínútu og Andrew Robertson kom heimamönnum yfir á 34. mínútu.

Alexandre Lacazetta fékk tækifæri til þess að jafna leikinn fyrir Arsenal í seinni hálfleik en Alisson sá við honum í marki Liverpool.

Það var Diego Jota sem innsiglaði sigur Liverpool með sínu fyrsta marki fyrir félagið á 87. mínútu.

Liverpool er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Arsenal er í 5. sæti með 6 stig eftir þrjá leiki.

Liverpool 3 – 1 Arsenal
0-1 Alexandre Lacazette (’25)
1-1 Sadio Mané (’28)
2-1 Andrew Robertson (’34)
3-1 Diego Jota (’87)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forráðamenn City rólegir þrátt fyrir sögurnar í Katalóníu

Forráðamenn City rólegir þrátt fyrir sögurnar í Katalóníu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Pogba nálgast sitt allra besta

Segir Pogba nálgast sitt allra besta
433Sport
Í gær

Beckham fær vel greitt fyrir heimildarmynd sem Netflix gerir

Beckham fær vel greitt fyrir heimildarmynd sem Netflix gerir
433Sport
Í gær

Foden fær aftur tækifæri eftir hneykslið í Reykjavík

Foden fær aftur tækifæri eftir hneykslið í Reykjavík
433Sport
Í gær

Albert með tvennu í stórsigri – Rúnar hélt hreinu

Albert með tvennu í stórsigri – Rúnar hélt hreinu
433Sport
Í gær

Jose Mourinho pirraður – „Æfing 11 á morgun“

Jose Mourinho pirraður – „Æfing 11 á morgun“