fbpx
Laugardagur 31.október 2020
433Sport

Birkir Már bjargaði stigi fyrir Val gegn Breiðablik – Stjarnan vann HK

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 27. september 2020 21:11

Til vinstri: Brynjólfur // Mynd: Helgi Viðar Hilmarsson - Til hægri: Birkir Már // Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jafntefli var niðurstaðan í stórleik umferðarinnar í Pepsi-Max deildinni þegar Valur og Breiðablik tókust á. Birkir Már Sævarsson jafnaði leikinn fyrir Valsmenn á 90. mínútu. Stjarnan sótti 3 stig í Kórinn með 2-3 sigri á HK þar sem sigurmarkið kom undir lok leiks.

Valur tók á móti Breiðablik á Hlíðarenda. Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, fékk að líta rauða spjaldið á 60. mínútu eftir glórulausa tæklingu. Þremur mínútum síðar fékk Valgeir Lundal að líta sitt annað gula spjald og var sendur í sturtu.

Róbert Orri Þorkelsson kom Breiðablik yfir á 76. mínútu eftir fyrirgjöf frá Höskuldi Gunnlaugssyni.

Þegar allt virtist stefna í mikilvægan sigur Breiðabliks jafnaði Birkir Már Sævarsson leikinn fyrir Val.

Fleiri mörk voru ekki skoruð. Virkilega svekkjandi niðurstaða fyrir Blika sem sáu fram á mikilvægan sigur.

Valur er í 1. sæti deildarinnar með 41 stig. Breiðablik er í 4. sæti með 27 stig.

 

Í Kórnum tók HK á móti Stjörnunni.

Jósef Kristinn Jósefsson kom Stjörnunni yfir á 40. mínútu. Guðjón Pétur Lýðsson bætti síðan við öðru marki Stjörnunnar á 41. mínútu.

Hörður Árnason minnkaði muninn fyrir HK á 51. mínútu og Guðmundur Þór Júlíusson jafnaði leikinn fyrir heimamenn á 72. mínútu.

Hilmar Árni Halldórsson tryggði Stjörnunni mikilvægan sigur með marki á 86. mínútu.

Stjarnan er eftir leikinn í 5. sæti deildarinnar með 27 stig. HK er í 9. sæti með 19 stig.

Valur 1 – 1 Breiðablik
0-1 Róbert Orri Þorkelsson (’76)
1-1 Birkir Már Sævarsson (’90)
Rautt spjald: Davíð Ingvarsson, Breiðablik (’60)
Rautt spjald: Valgeir Lunddal, Valur (’63)

HK 2 – 3 Stjarnan
0-1 Jósef Kristinn Jósefsson (’40)
0-2 Guðjón Pétur Lýðsson (’41)
1-2 Hörður Árnason (’51)
2-2 Guðmundur Þór Júlíusson (’72)
2-3 Hilmar Árni Halldórsson (’86)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forráðamenn City rólegir þrátt fyrir sögurnar í Katalóníu

Forráðamenn City rólegir þrátt fyrir sögurnar í Katalóníu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Pogba nálgast sitt allra besta

Segir Pogba nálgast sitt allra besta
433Sport
Í gær

Beckham fær vel greitt fyrir heimildarmynd sem Netflix gerir

Beckham fær vel greitt fyrir heimildarmynd sem Netflix gerir
433Sport
Í gær

Foden fær aftur tækifæri eftir hneykslið í Reykjavík

Foden fær aftur tækifæri eftir hneykslið í Reykjavík
433Sport
Í gær

Albert með tvennu í stórsigri – Rúnar hélt hreinu

Albert með tvennu í stórsigri – Rúnar hélt hreinu
433Sport
Í gær

Jose Mourinho pirraður – „Æfing 11 á morgun“

Jose Mourinho pirraður – „Æfing 11 á morgun“