fbpx
Laugardagur 24.október 2020
433Sport

Ætti að hafa áhyggjur af stærð vítateigsins

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 27. september 2020 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

José Mourinho, knattspyrnuþjálfari Tottenham og Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnuþjálfari Manchester United, halda áfram að skóta á hvorn annan.

Solskjær sagði eftir leik Manchester United og Brighton í gær að það hafi verið eins gott að Mourinho hefði ekki verið á vellinum til þess að láta stækka mörkin. Brighton skaut alls fimm sinnum í tréverkið.

Mourinho hafði gert athugasemd við stærð markanna sem leikið var á í Evrópudeildarleik Tottenham í seinustu viku.

Mourinho skaut til baka á Solskjær í viðtali fyrir leik Tottenham og Newcastle í dag.

,,Solskjær ætti ekki að hafa áhyggjur af stærð marksins. Hann ætti frekar að hafa áhyggjur af stærð vítateigsins.“

Mourinho vísar þar með í fjölda vítaspyrna sem United hefur fengið í leikjum sínum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City