fbpx
Laugardagur 31.október 2020
433Sport

Valur valtaði yfir Fylki – Stórleikur í næstu umferð

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 26. september 2020 18:51

Mist Edvardsdóttir (lengst til vinstri á myndinni) skoraði fjögur mörk fyrir Val

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur vann sannfærandi 0-7 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild kvenna í kvöld. Leikið var í Árbænum.

Mist Edvardsdóttir kom Val yfir strax á 7. mínútu leiksins. Hún var síðan aftur á ferðinni þegar að hún tvöfaldaði forystu liðsins á 17. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði þriðja mark Vals á 38. mínútu. Mist fullkomnaði síðan þrennu sína með marki á 42. mínútu. Hún lét þrjú mörk hins vegar ekki duga því hún var aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar er hún skoraði sitt fjórða mark.

Staðan í hálfleik var því 0-5 fyrir Val.

Á 48. mínútu var röðin komin að Elínu Mettu Jensen þegar hún skoraði sjötta mark Vals. Bergdís Fanney Einarsdóttir bætti síðan við sjöunda marki Vals á 70. mínútu.

Valur er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 40 stig eftir 15 leiki. Fylkir er í 3. sæti með 20 stig.

Það er stórleikur í Pepsi-Max deildinni í næstu viku þegar Valur mætir Breiðablik. Um er að ræða uppgjör toppliðanna í deildinni.

Fylkir 0 – 7 Valur
0-1 Mist Edvardsdóttir (‘7)
0-2 Mist Edvardsdóttir, víti (’17)
0-3 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (’38)
0-4 Mist Edvardsdóttir (’42)
0-5 Mist Edvardsdóttir (’44)
0-6 Elín Metta Jensen (’48)
0-7 Bergdís Fanney Einarsdóttir (’70)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forráðamenn City rólegir þrátt fyrir sögurnar í Katalóníu

Forráðamenn City rólegir þrátt fyrir sögurnar í Katalóníu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Pogba nálgast sitt allra besta

Segir Pogba nálgast sitt allra besta
433Sport
Í gær

Beckham fær vel greitt fyrir heimildarmynd sem Netflix gerir

Beckham fær vel greitt fyrir heimildarmynd sem Netflix gerir
433Sport
Í gær

Foden fær aftur tækifæri eftir hneykslið í Reykjavík

Foden fær aftur tækifæri eftir hneykslið í Reykjavík
433Sport
Í gær

Albert með tvennu í stórsigri – Rúnar hélt hreinu

Albert með tvennu í stórsigri – Rúnar hélt hreinu
433Sport
Í gær

Jose Mourinho pirraður – „Æfing 11 á morgun“

Jose Mourinho pirraður – „Æfing 11 á morgun“